Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Millonaire Waltz - Queen

Ég hlusta alltaf á þetta lag þegar ég kemst í vorfíling.
Sem gerðist einmitt í dag.
(Það var ennþá föstudagurinn 26. mars þegar ég byrjaði á færslunni).

Hillzenegger beilaði á Esjunni, og ekki nennti ég ein, þannig að ég var bara eitthvað að dúlla mér í dag.

Tók nokkrar myndir af nýútsprungnum laufum, hjálpaði pabba aðeins í garðinum, bjó mér til ískaffi, plantaði mér út í garð og las smá í nýju uppáhalds bókinni minni; Ævintýri góða dátans Svejks (afhverju ég er fyrst að lesa hana núna skil ég ekki), grillaði svo nokkra burgers með pabba, fór í klippingu hjá mömmu í þvottahúsinu heima (basic) og endaði svo í ræktinni.

Ekki beint stórbrotinn dagur...
En góður samt.

4464503373_299de737fc_974394.jpg

vor.jpg
Ég tók einmitt myndir af laufunum á þessu sama tré í haust.
Finnst samt eins og það hafi verið í gær...


Smá litamunur á þessum myndum.


Ískaffið mitt.


Ooog borgararnir.

Hérna eru svo tvær, nokkuð gamlar, myndir sem ég ætlaði alltaf að setja inn:

jiznujg.jpg
Afmæliskakan hans Birgis, sem var sjú-húk!

img_7341.jpg
Hér er svo afmælisgjöfin frá mér til Birgis.
(Maður má gera svona þegar maður er atvinnulaus).


Love Long Distance - Gossip

Ég vaknaði með fiðrildi í maganum.
Og þau eru enn á sveimi.

Fjóla fór af landi brott fyrir rúmlega tveimur tímum.
Ég mun ekkert sjá hana fyrr en 8. apríl, þegar hún tekur á móti mér á flugvellinum í Madríd.

Eftir svona 2 eða 3 tíma verður Fjóla komin til Tenerife.
Þann 7. apríl mun hún svo fljúga þaðan til Madrídar og hitta Laufeyju, vinkonu sína sem vinnur þar sem Au Pair.
Partýið mun samt ekki hefjast fyrir alvöru fyrr en ég mæti á staðinn þann 8.

Ég elska að geta ekki sagt ykkur frá ferðaplönum okkar Fjólu... því þau eru engin.
Við erum búnar að ákveða til hvaða landa við ætlum og einhverja staði í þeim löndum sem við ætlum 100% að sjá.
En annað vitum við ekki.
Það mun m.a. ráðast af veðri og lestaferðum (næturlestunum t.d.) hvert við förum.

Ég veit um einhverja sem hafa farið í svona ferð og verið búin að skipuleggja hana algjörlega.
Ég veit líka um nokkra sem hafa farið og aðeins skipulagt hluta ferðarinnar.
Einnig veit ég um fólk sem hefur farið án þess að vera búið að skipuleggja nokkuð.
En þau hafa öll skemmt sér jafn vel.

Það gæti vel verið að það fari allt "til fjandans" hjá okkur Fjólu.
Að við endum t.d. í Austurríki í stað Sviss.
Eða að við gleymum að sjá klassa staði eins og Effelturninn.

En þannig viljum við hafa það.

*

Ég ætlaði samt að tjá mig um allt aðra hluti en InterRailið þegar ég settist við tölvuna..

Ég fór sem sagt út að skokka í gær.
Ég gleymi því reglulega hvað það er mikið betra að hlaupa í Fossvogsdalnum heldur en á brettinu í Laugum.

Það var líka svo fullkomið hlaupaveður í gær...
Í fyrsta lagi var heiðskýrt og ógeðslega stjörnubjart.
Í öðru lagi var enginn vindur.
Í þriðja lagi var hitastigið fullkomið; nógu kalt til að fá blóðbragð í lungun (elska það) en nógu hlýtt til að vera á peysunni.

Í Fossvogsdalum er heldur enginn skúringakona sem byrjar að skúra gangstéttina við hliðina á þér.
Og í Fossvogsdalnum getur þú ekki dottið af gangstéttinni.


Immigrant Song - Led Zeppelin

Þessari mynd stal ég af mbl.is.

Ég var með gæsahúð þegar ég horfði á fréttir stöðvar 2 áðan.
Ó mí lord hvað þetta er nett!

Eftirfarandi myndum stal ég svo af feisbúkkinu hjá Helen:

23803_375765732478_628912478_3776888_6096532_n

23803_375765767478_628912478_3776894_2017188_n

23803_375765822478_628912478_3776903_938456_n

Hér er svo telpan með gosið í baksýn:

23803_375765857478_628912478_3776909_5089819_n

Það væri auðvitað mikið skemmtilegra að sýna sínar eigin myndir, en ég læt þetta duga... allavega í bili :).

Við Anna Hill ætlum samt að skella okkur upp á Esju á morgun.
Erum ekki ævintýralegri en það...


The Cave - Mumford & Sons

Vá, hvað ég myndi aldrei meika það að vera heimavinnandi húsmóðir.
Aldrei, aldrei.

Ég er búin að vera atvinnulaus núna í tæplega mánuð og ég er að verða geðveik.
Ég er ekki gerð fyrir svona rútínuleysi.

Mamma er samt alveg svona lúmskt sátt með að ég sé ekki að vinna.
Ég hef nefnilega tekið að mér þvott, tiltekt og matarinnkaup heimilisins að miklu leyti.
Jafnvel eldamennsku.

Ég hef reyndar ekki eldað kvöldmat fyrir familíuna síðan ég gerði súpuna hérna um daginn.
...og skildi eftir blóðpolla út um allt eldhús.

Ég var sem sagt að munda rifjárn og skar mig á flugbeittum hníf sem er á því miðju.
Venjulega er hlíf yfir hnífnum, en af einhverjum ástæðum (Bergþóra gleymdi að setja hana á) var hún ekki á í þetta skipið.

Skurðurinn var nokkuð djúpur, eða um 0,5 cm á litla fingri.
Og mér sýnist að það eigi eftir að myndast ágætis ör.
Mér mun samt alveg takast að lifa með þessu.
Ég lofa. Haha.

Ég veit hins vegar ekki hversu lengi ég get lifað atvinnulaus.
Nú eru reyndar bara 15 dagar í InterRail.
Svo fer ég líklega bara beint í álverið, og svo beint í skólann.

Ég get samt ekkert kvartað of mikið yfir þessu atvinnuleysi því það var ég sem sagði upp vinnunni minni.
Ég ætla samt ekki að tjá mig frekar um það mál hér, fyrr en ég er búin að tala við Eflingu, og vonandi endurvekja trú mína á stéttarfélögum landins.

(Hvenær varð ég svona dramantísk).


Þetta er alls engin ást - Herkúles

Þetta tókst betur en ég hafði þorað að vona.
Í gær hélt ég sem sagt surprise afmæli fyrir Birgi, en hann átti afmæli á miðvikudaginn.

Ég er með lélegasta poker-face í heimi, en ég hafði samt ekki neinar áhyggjur af því að hann myndi fatta eitthvað því bróðir minn er jafn clueless og lítið barn sem fer upp í sendiferðabíll sem á stendur "frítt nammi".

afmaeli_birgis_005.jpg
Girnilegustu, og bestu, möffins sem ég hef bakað!

Ég ætla btw, alltaf að eiga svona krem inni í ískáp þegar ég kem heim úr bænum eftir djamm.
Þynnkubaninn 2010.

afmaeli_birgis_007.jpg

Ef einhver kemur með komment um að kremið líti út eins og hundaskítur þá er það nákvæmlega það sem viðkomandi fær á sína möffins í næsta afmæli!

Allavega.
Gunnar og Birgir fóru í pool um 19:30 og ætluðu að koma aftur kl. 21:00.

Kl. 21:07 fékk ég sms frá Gunnari um að þeir væru að keyra niður Eyralandið en þá vorum við öll komin á okkar staði með blöðru í hönd.

afmaeli_birgis_014.jpg
"Sörpræs".

Svo byrjaði bara partýið.
Bjórinn flæddi og fólk minglaði.

afmaeli_birgis_064.jpg

afmaeli_birgis_061.jpg

afmaeli_birgis_081.jpg

Ég ætla að finna restina af kreminu.
Heyrumst.


Conductor - We Were Promised Jetpacks

Anna Marsý í Danmörku.
Fjóla á Akureyri.
Fríða í London.
Gerða í Frakklandi.
Kjartan í Noregi.

Svo er Anna Hill á leið til Danmerkur í haust.
Og Hildur að fara til Eþíópíu í ágúst.

Ég kann ekki að meta þetta!

En hvað um það...
Það verður endalaus gleði og hamingja í kvöld.
Ég hlakka til :).


Costume Party - Two Door Cinema Club


Tileinkað ma femme française.
Hlakka til að sjá þig!

Ég verð að fara að rifja upp frönskuna maður!


Swim Until You Can't See Land - Frightened Rabbit

ÉG

ER

SVO

SPENNT

!

Um leið og ég er búin með kaffibollann minn (lesist: Um leið og ég vakna) þá ætla ég að gera lista yfir það sem ég þarf að hafa með mér og googla smá um Spán, Frakkland, Ítalíu, Sviss, Þýskaland og Pólland.

Við Fjóla uppi á Esjunni í óveðrinu.


Half Mast - Empire Of The Sun

Kvöldmaturinn minn:

img_7327_969906.jpg

Bara tvær mínútur til stefnu!


In The Lap Of The Gods...revisited - Queen

Ég trúi ekki að ég sé í þann mund að vitna í Cameron Diaz...
En hér kemur það samt:

"Your regrets aren't what you did, but what you didn't do."

Góða helgi.
Kv. gellan sem er ekki lengur veik!


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband