Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Yes Yes Yes - Elsinore

Já, já, já.


England - The National

Hiti, hálsbólga, beinverkir og almenn mygla.
Damn it.

Ég hringdi mig inn veika í vinnuna í fyrsta skipti í svona 4 ár.
Það er nefnilega pínu prinsipp hjá mér að hringja mig ekki inn veika í vinnu eða skóla, því þá er að ég að viðurkenna fyrir sjálfri mér að ég sé veik.

Whenever I start feeling sick, I just stop being sick and be awesome instead-viðhorfið virkar nefnilega nánast undantekningarlaust.

Ef ég ákveð að vera ekki veik þá hætti ég að vera veik.

Ég man bara eftir tveimur atvikum sem það hefur ekki virkað:

Atvik eitt:
Fimmtudaginn 23. febrúar 2006 mætti ég í skólann eftir að hafa verið slöpp og með hálsbólgu í nokkra daga. Ég var myglaðari en allt og gat ekki talað því ég var svo bólgin í hálsinum, en þrjóskuhausinn ég kláraði samt skóladaginn og labbaði svo heim.
Um kvöldið fór ég á læknavaktina og komst þá að því að ég var með streptókokkasýkingu og 39 stiga hita.
...Ég játaði mig sigraða og mætti ekki í skólann á föstudeginum.

Atvik tvö:
Það er dagurinn í dag.
Ég var staðráðin í því í gær að vera ekki veik í dag, en það gekk ekki eftir.
EN ég verð orðin frísk á morgun. Sannið þið til :).

*

Annars var ég að koma heim úr aðeins of ljúfri Svíþjóðarferð.
Við Gunnar flugum út að morgni 13. ágúst og komum aftur heim í gærmorgun.

Do to-listi ferðarinnar:

-Kaupa hálfa H&M verslunina í Lundi
-Vera ógeðslega krúttleg og hjóla út um allt
-Hjóla út í búð eldsnemma um morgun og kaupa nýbökuð rúnstykki
-Borða ógeðslega mikið
-Fá okkur Dr Pepper í Lundi
-Fá okkur McFlurry
-Taka lestina til Malmö og leika túrista
-Tjilla í sólinni í garðinum hjá Þóru og Sverri
-Tjilla undir stjörnubjörtum himni úti í garðinum hjá Þóru og Sverri
-Búa til eplaköku úr eplunum af eplatrénu

Þetta er uppskriftin að fullkominni Svíþjóðarferð.
Við náðum að strika yfir allt á listanum og gera ýmislegt annað á þessum fjórum dögum.
Reyndar náðum við ekki að túristast almennilega í Malmö því það var svo klikkuð rigning...

Við vorum mjög ódugleg við að taka myndir en hér koma nokkrar:

40364_1583739712912_1218317620_31648119_4840705_n
Ströndin í nýja hverfinu í Malmö.

45971_1583739672911_1218317620_31648118_3838284_n
Turning Torso, hæsta bygging Skandinavíu.

40609_1583739832915_1218317620_31648122_5956720_n
Hefði ekkert á móti því að búa þarna.
Og vera með ána í bakgarðinum:

45216_1583740192924_1218317620_31648126_2089731_n

44865_1583741952968_1218317620_31648154_6410333_n
The Ultimate Bagel.

45252_1583742472981_1218317620_31648160_850433_n

45393_1583743313002_1218317620_31648170_4303248_n

40228_1583741792964_1218317620_31648152_3504112_n
Rigningin í Malmö á laugardeginum.
Þetta var klikkun sko.

http://mbl.is/mm/frettir/erlent/2010/08/15/styttir_upp_i_kaupmannahofn/

Um kvöldið þegar við vorum á lestastöðinni að bíða eftir lestinni okkar, þá sló niður eldingu sirka 1,5 km frá okkur. Allar upplýsingar á spjaldinu við brautarpallinn hurfu og lestin kom 10 mínútum of seint. Þegar við settumst upp í lestina var enginn annar í henni en skömmu síðar var bankað á rúðuna utan frá og við beðin um, með handabendingum, að opna lestina.
Inn streymdi rennandi blautt og áhyggjufullt fólk og ein kona sagði við okkur, "I hope the train survives this weather".
Lestin lagði svo af stað 30 mínútum eftir áætlun.

41110_1583743433005_1218317620_31648172_3291448_n
Kl. 9 á sunnudagsmorgninum hjóluðum við Gunnar út í búð og keyptum morgunmat.

45947_1583744793039_1218317620_31648190_7375023_n
Ítalskur ís. Sjitt hvað ég elska hann.

40798_1583744953043_1218317620_31648194_4220456_n

39993_1583746513082_1218317620_31648215_4326143_n
Ég elska líka Karamel Kungen.

46231_1583746593084_1218317620_31648217_7475991_n
Og Dr Pepper.

45792_1583746833090_1218317620_31648222_1665059_n
Og McFlurry...

45541_1583748273126_1218317620_31648241_6742294_n
H&M er bara fjórir pokar min.

Ég er farin að fá mér Panodil Hot.
Er nú þegar búin með svona 9 lítra af því...


Heartstopper - Emiliana Torrini

Elska hana aðeins of mikið.


SOS - Arctic Monkeys

Ef einhvern vantnar...
Ekki einhverjum.

Díses.
Djók.
Samt ekki.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband