Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011

Roll Up Your Sleeves - We Were Promised Jetpacks

kaffi_004.jpg

Heimatilbúið swiss-mokka.
Uuu, næs!

Ef ég drulla mér ekki upp á hlöðu fljótlega þá mun ég líklegast byrja á kanilsnúðum innan skamms...


Awake My Soul - Mumford & Sons

Taugarnar eru ekki minn besti vinur þessa dagana.

Tilraun nr. 1 til að róa þær fyrir svefninn: 'One Tree Hill - 306 - Locked Hearts and Hand Grenade'
Semí ljúfsár söknuður til ársins 2005...

Ef það virkar ekki; jóga.

Ef það virkar ekki... eruð þið með tillögur?


Paranoid Android - Radiohead

195129_10150140162727485_173312492484_6676224_1055109_o.jpg

Páskaeggið í ár?
Mmm...


Strangerman - Ringside

Ég veit fátt betra en að fara að synda eftir að hafa setið yfir bókum allan daginn.
Þetta verður klárlega líkamsræktin mín í próflestrinum í apríl.

sund

Tek 400m í kvöld.

You've Got The Love - Florence And The Machine

hlaup.png

Frá Brúnalandi 36 að Árbæjarlaug og aftur til baka = blaðra á tá, beinhimnubólga, verkur í hné og astmakast.
Elska það alveg vandræðalega mikið.

Það var líka svo fullkomið hlaupaveður.
Hefði viljað hafa myndavélina meðferðis.
Kannski ég byrji á því... svona eins og gellan í Yes Man.


Owl Waltz - Seabear

Hey, það er kominn læk-takki... magnað! Joyful


Lost In The Post - The Wombats

X-ið er klárlega sú útvarpsstöð sem ég hlusta mest á.
Það heyrir til undantekninga að þeir spili lög sem ég fíla ekki.
Svo eru þættirnir margir hverjir ekki af verri endanum:
Harmageddon.
Gufuvélin.
Glymskrattinn.
Laugardagskaffi.

Það eru hins vegar 2 þættir sem ég get ekki hlustað á,
og skil ekki hvað eru að gera á þessari stöð...
Fótbolti.net.
Mín skoðun.

Ég veit til þess að það séu margir hlustendur x-ins sem vilja t.d. ekki sjá indírokk(/-popp), rafpopp eða þess háttar tónlist.
Sem ég skil alveg... þó ég fíli það að vísu í botn.
En ég fæ bara ekki skilið afhverju íþróttaþættir lifa svona góðu lífi á þessari stöð.

Okei.. fótbolti.net sleppur alveg.
En Mín skoðun?... Með Valtý Birni?
Drepið mig.

*

Plan dagsins:
Fara yfir réttarsögu = þetta verður langur dagur.


Because - The Beatles

Ef ég hef verið að hunsa símtöl frá þér síðustu daga, eða svara ekki smsum, þá er það ekki vegna þess að ég hef eitthvað á móti þér eða nenni ekki að tala við þig - það mun einfaldlega vera vegna þess að síminn minn er þroskaheftur.

Ég segi það satt, þ.r.o.s.k.a.heftur!

Ef ég hefði ekki verið að splæsa í nýtt sjónvarp um daginn, þá myndi ég splæsa í nýjan síma...
Þannig að ef þið þurfið að ná í mig, þá mæli ég með facebook skilaboðum eða e-mail (bergylfa@gmail.com).

Er í missioni eins og er að finna síma einhvers staðar sem ekki er í notkun.
Vona að allir munu lifa þetta af þangað til.

Síðar.


Sun of a Gun - Oh Land

Er alveg frekar mikið að fíla þetta lag - svona í morgunsárið.
Ég myndi dansa ef ég héldi ekki á kaffibollanum mínum... því ég nenni alls ekki að skúra - svona í morgunsárið.

Söngkonan heitir Nanna Øland Fabricius og er frá Danmörku. Hún var ballettdansari og hafði æft ballet frá því hún var barn, en þegar hún meiddist alvarlega í baki og þurfti að hætta að dansa fann hún aðra leið til að dansa - í gegnum tónlistina....

"The only thing that got me through it was music, because I felt like I could still dance through it; like I could lie down, close my eyes, and figure out melodies without moving."

Oh+Land+ohland

-“What does it sound like? What does it smell like? What does it look like?  How does it feel?  I always ask myself these questions when I’m writing,”

-“I want my music to feel like 2050 meets something really classic, like meeting a stranger that feels as familiar as an old friend.”


Young Blood - The Naked And Famous

Fattaði allt í einu að það er sunnudagur og ég bakaði ekki í dag...
En reddaði því á nó tæm: 

Hafraklattarnir eru í ofninum as we speak.

sunnud_023.jpg

sunnud_027.jpg

sunnud_026.jpg

Þessi playlisti er bara bestur - ekki véfengjanlegt!

Planið í kvöld er svo að prufukeyra nýja sjónvarpið mitt og mönsa nýbakaða hafraklatta með.
Vildi að ég gæti sagt að ég hefði djammað feitt í gær til að vega á móti þessum leim plönum! Haha... damn!

*

Annars er hún Fríða mín að koma heim eftir 2 vikur.
Það verður næs.

Erum búnar að plana að fara í lærdómsbúðir í Miðhúsaskógi í apríl.
Eins ógeðslega og það kann að hljóma, þá held ég að þetta verði sjúklega kósý. Það er pottur og svona á staðnum, þannig að ég sé fram á frekar kósý "læri-session".


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband