Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

I Will Possess Your Heart - Death Cab For Cutie

Það hentar manneskju eins og mér, sem er með krónískan njálg í rassinum (ath. ekki bókstaflega samt) ákaflega illa að vera veik.

Meika ekki að vera pulsa í svona langan tíma.

Þess vegna hef ég ákveðið að hætta að vera veik á morgun.
Og verða awesome í staðinn...

*

Við Players-stelpur hittumst aftur í gær.
Ætluðum að spila Monopoly og/eða Heilaspuna eeeen við gleymdum okkur í spallinu.
Ekki í fyrsta sinn.

En þetta var þó mjög vel heppnað Pálínuboð eins og venjulega:

cimg4432.jpg
Múslíbrauðið sem ég bakaði.

cimg4433.jpg
Of góða marengskakan hennar Villý.

cimg4430.jpg
Þessar voru allavega sáttar.

Næst verður farið í Monopoly, ég mun sjá til þess!
Og þá verður Anna Marsý með... fæ ég læk á það eða?


Free As A Bird - The Beatles

Hæ, ég heiti Bergþóra og ég er veik.
Hæ, ég heiti Bergþóra og ég er andvaka.

En ég bæti mér það upp með poppkorni, heitu kakói og O.C.
3. sería for the win! Eða eitthvað í þeim dúr...


Ulysses - Franz Ferdinand

Óskarinn var í gær, og horfði ég á hann með öðru auganu.

Eins og flestir vita örugglega þá hef ég lítinn áhuga á fötum og tísku og að ég hef aldrei sýnt Hollywood stjörnum mikinn áhuga.

En ég sá einn kjól í gær sem fékk hjartað til að missa úr slag:

jlo.jpg

En það voru líka fleiri kjólar sem náðu nánast að bræða hemað hjarta mitt:

miley.jpg

kate-winslet.jpg

rachel-mcadams.jpg


Pink Bullets - The Shins

Í Trivial Pursuit í gærkvöldi:

Kristján: "Hver skrifaði handritið að Jurassic Park?"
Sandra: "Var það ekki Ross?"

Til að forðast misskilning þá var spurningunni ekki beint til Söndru...

Okei... þetta var allavega mjög fyndið í gær.


Ísland ég elska þig - Baggalútur

Hlusta á lag.
Mynd

Ó, aldagamla Íslands byggð,
þér ævarandi eg heiti tryggð.
Þú þekkir ekkert illt,
þér enginn getur spillt.
Styður öngvin stríð,
staðföst, frjáls og blíð.

Engilfríða fósturjörð,
fyrir þér liggur tíðin hörð.
Flárátt lævíst lið,
landið hatast við,
þitt helga hjarn vill fá,
hrifsað til sín aftanfrá.

Góða land, gjöfula land.
Gullnir steypast fossar þínir enn.
Sæla fold, sjálfstæða mold.
Sakleysi þitt girnast vondir menn.

Gull þín brjóta gírug flón,
er gleypa vilja hið dýra frón.
En aldrei, ástin mín,
skal efnd sú myrka sýn,
að fjallsins fagra mær,
sé forfærð, svívirt, gráti nær.

Glæsta land, gegnheila land.
Gullnir steypast fossar þínir enn.
Ísafold, magnþrungna mold.
Meyjarblóm þitt girnast vondir menn.


Dice - Finley Quaye / William Orbit

Gerðu ávallt hið rétta. Það gleður einhverja og kemur hinum á óvart.
-Mark Twain.

Eins og þið hafið kannski tekið eftir þá elska ég að tala í tilvitnunum og myndmáli.
Love it.


Emotional Anorexic - Svavar Knútur

Þegar maður er nánast atvinnulaus þá verður maður að búa sér til verkefni til að halda geðheilsu.

Sem betur fer er ég nokkuð góð í því og hef verið vel upptekin síðustu vikurnar.

Um helgina lagði ég lokahönd á herbergið mitt.
En ég hef verið að vinna að breytingum síðan um jólin.

Næst var þá að laga til niðri í geymlsu þar sem ég hef útbúið mér málningaraðstöðu.
Ég kláraði þar í gærkvöldi og er nú að velta fyrir mér hvað ég eigi að gera næst.

img_7169_966774.jpg

Áður en ég tók til hendinni var varla göngufært þarna inni.
En nú er öllu vel raðað og allt vel skipulagt.

Serían er svo toppurinn á kósýheitunum.

Þið getið kannski áttað ykkur á því núna hvað ég hef lítið að gera víst ég ákvað að hoppa niður og taka mynd af "afrekinu". Haha.
En víst myndavélin var komin á loft þá voru einnig nokkrar myndir af herberginu mínu teknar:

Herbergi 1

img_7182.jpg

Herbergi 2

Herbergi 3

Krúttlegheit og útsjónarsemi voru allsráðandi í þessum breytingum.
Það eina sem ég keypti voru svörtu hillurnar fyrir ofan rúmið.

Ég notaði meira að segja gamlar tímaritahirslur.
Þær voru hvítar en ég málaði þær bara svartar.

img_7174.jpg
(Þ.e. þann hluta sem er sjáanlegur).

Þegar ég var búin að mála þær náði krúttið í mér völdunum og því málaði ég á þær hvítar doppur sem má nú finna nánast allsstaðar í herberginu...

img_7173.jpg

img_7175.jpg

img_7180.jpg

Talandi um útsjónarsemi, þá gerði pabbi trönurnar, á fyrstu myndinni, fyrir mig.
Hann notaði gamla hillu sem var ekki lengur í notkun, bút af gólflista, plötu, nokkra nagla og voilá:

img_7184.jpg

img_7183.jpg

Krútt Útsjónarsemisdóttir kveður í bili.
Sælar.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband