Walking On Sunshine - Bergþóra...

Þann 26. apríl sl. gekk út úr aðalbyggingu Háskóla Íslands með tárin í augnum.
Að einhverju leyti var það spennufall.
En það var líka vegna þess að ég hélt ég hefði klúðrað prófinu sem ég hafði búið mig undir í rúmlega þrjá mánuði.

Ég hef aldrei verið jafn tilbúin fyrir próf eins og ég var þennan dag.
Fjórum dögum fyrir prófið var ég með þetta allt á hreinu, var þyljandi upp beinagrindur og dóma.
Ég svaf eins og ungabarn kvöldið áður og þegar ég vaknaði þá tók ég nokkur dansspor.
Ég var með þetta allt á hreinu.

Svo mætti ég í prófið og ég fraus.
Ég byrjaði að rugla öllum dómunum saman og það fór bara allt í fokk.
Ég man t.d. að ég gat ekki fyrir mitt litla líf munað eftir atvikunum í Kjarnfóðursdómnum, en þetta er einn af þeim dómum sem ég kann 100%.

Ég náði samt alveg að skrifa helling, þurfti meira að segja auka pappírsörk.
En mér fannst ég ekki ná að skrifa nógu hnitmiðað.

En.
Ég fékk einkunn áðan.
Og.
Ég fékk 7.

What up?

dreifing_einkunna.png

skipting_skraning.png

Ég er í eilífðar sjokki.
Og að eilífu glöð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

SNILLINGUR!!

Ingibjörg (IP-tala skráð) 10.5.2011 kl. 22:31

2 Smámynd: Fjólan

BEST!

Fjólan, 12.5.2011 kl. 16:56

3 identicon

VÁVÁVÁ!!! :D SNILLI! :)

Hildur Kjartans (IP-tala skráð) 14.5.2011 kl. 15:31

4 Smámynd: Bergþóra

TAKK! haha :)

Bergþóra, 14.5.2011 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband