Heartbeats - Jose Gonzalez

Ég varð vitni af mjög innihaldsríkum og áhugaverðum samræðum þriggja manna á þrítugsaldri í World Class Laugum um daginn.

Þeir voru að ræða um hvernig veiðin hefði gengið um helgina.
Það var fátt um falleg orð í garð þeirra kvenna sem þeir höfðu kynnst.
Ein var of heimsk fyrir lífið.
Önnur var svo feit að taxabílstjórinn rukkaði extra.
Svo líktu þeir andlitinu á einni stelpunni við rassinn á einum þeirra.

Best var þegar einn þeirra lýsti því fyrir hinum hversu klikkuð stelpa má vera ef hún er nógu heit.
Og hinir tveir hlustuðu eins og þetta væru einhver ný vísindi og hin gullna regla í lífinu.

10226_150408031464_658046464_2379069_6748449_n.jpg

Annað hvort eru þessir tveir vinir hans eitthvað tregir (þið hefðuð átt að sjá svipinn á þeim, það var blanda af aðdáun og tómleika - magnaður svipur) eða þeir hafa aldrei horft á How I Met Your Mother...

Annars er ég mætt upp á Hlödda að lesa mig til um Evrópusambandið.
En ég átti svo yndislega unaðslega helgi sem bætir það upp.

Á fimmtudaginn hitti ég Eddu Björgu loksins, en hún er búin að vera í BNA síðan um jólin.
Á föstudagskvöldið kíktum við Gerða í bæinn.
Ætluðum að fá okkur einn bjór, en þeir urðu víst aðeins fleiri...
bjarni_fel-djamm_305.jpg

Í gær fórum við frænkurnar Þórunn, Hildur og María og fengum okkur sushi á OSUSHI.

mynd af www.osushi.is
Eeeelska það svo mikið!

Settumst svo á Austurvöll og slökuðum á í kvöldsólinni.
fraenkusushi_003.jpg

ÉG ELSKA SUMARIÐ!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband