Þá kemur þú - Ný dönsk

168921_10150139040664343_524884342_7735762_2331221_n.jpg

Ég vil meina að það sé þessari yndislegu, fallegu og brosmildu skellibjöllu að þakka að ég náði prófinu.
Þó að það hafi verið ég sem lærði alla daga þar til augun í mér urðu ferhyrnd, þá er það stuðningurinn frá henni sem gerði útslagið.
Bjartsýnin og jákvæðnin sem býr í þessari stelpu er óveraldleg.

Til að verða ekki of væmin, þá hætti ég hér.
En Fríða, takk fyrir að vera þú. 

...Lærdómsbústaðurinn var líka algjör snilld:

208386_10150219307494343_524884342_8228556_2507485_n.jpg

207156_10150219307569343_524884342_8228558_2666043_n.jpg

208694_10150219307669343_524884342_8228561_6623150_n.jpg

*

Lagið í titlinum er lag sem Björn Jörundur samdi til dóttur sinnar.
Þetta er eitt af mínum uppáhalds lögum og textinn er stór ástæða þess.
Og það er ekki af ástæðulausu sem ég valdi þetta lag til að prýða titil þessarar færslu sem er tileinkuð Fríðu :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Awwwww!!! O vá! Ég er svo hamingjsöm af því að lesa þetta að mér bókstaflega verkjar í kinnarnar því að ég er að brosa svo mikið!! Takk fyrir að vera þú líka! Dýrka þig út af lífinu! :D

Ég get bara hreinlega ekki beðið eftir því að koma heim og knúsa þig í stykki!!

Ætla líka að endurtaka hvað ég er óendanlega stolt af þér!!

Sakna þín svo mikið! En þangað til að við hittumst þá sætti ég mig við öll þessi awesome skype chat okkar!

Bara ást!

Fríða (IP-tala skráð) 10.5.2011 kl. 23:10

2 Smámynd: Bergþóra

Bergþóra, 11.5.2011 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband