Þú átt mig ein - Vilhjálmur Vilhjálmsson

Afhverju, afhverju var ég ekki uppi á þessum tíma?
Afhverju, afhverju var ég ekki á þessum tónleikum?

Ég græt það daglega.

Við Anna Hill vorum á rúntinum um daginn þegar Spread Your Wings byrjaði í spilun á Gull Bylgjunni og hún upplýsti mig um það að hún hafði aldrei heyrt þetta lag.

Vitanlega fór ég í sjokk og ýjaði hún þá að því að ég myndi að útbúa disk fyrir hana með bestu Queen lögunum. 
Þá erum við ekki að tala um eitthvað Greatest Hits I, II og III copy/paste, heldur í alvöru bestu Queen lögin.

Ég veit ekki hversu mikil alvara var í þessu hjá henni, (þetta var mögulega svona Barney móment - "challenge accepted"), en ég tók allavega mjög vel í þetta.

Eins og fólk man kannski, þið sem hafið þekkt mig í ágætis tíma, þá lifði ég fyrir Queen frá 9. bekk í Réttó til 5. bekkjar í Versló.

Rakst einmitt á þessa mynd fyrr í kvöld:
186467886_1012175.jpg
Nfvi myndin í 4. bekk - Queen átti hug minn allan.

Birti kannski lagalistann þegar diskurinn (hugsanlega verða þeir tveir samt) er til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyrðu þú þarna sæti minn þú er rosalega sætur 4.bekkingur :D Ég man ekki eftir að vera svona sæt þó svo að vísu að ég hafi hætt mér í svona bol

Anna Hildigunnur (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband