Pink Bullets - The Shins

Svo lengi sem ég man eftir mér þá hefur það alltaf verið þannig að það er eitt eða tvö lög sem ég hlusta á aftur og aftur meðan ég er í próflestri.

Þegar ég er búin að lesa yfir mig, eða ef ég er ekkert búin að ná að lesa því ég er hreinlega of stressuð (svolítið mikið þannig í gangi í gær og í dag), þá hlusta ég á þessi lög og leyfi mér að gleyma stað og stund...

Í stúdentsprófunum árið 2009 var það t.d. lagið Looking At The Sun með Gramercy Arms. Og í jólaprófunum þar á undan voru það lögin Sökudólgur óskast og Þá kemur þú með Nýdönsk

Ég veit ekki nákvæmlega hvað það er sem veldur því að þetta eru alltaf bara eitt eða tvö lög, þar sem þetta er ekki einhver meðvituð ákvörðun hjá mér að hlusta á þessi lög... þetta gerist bara alltaf svona.

Í þessum prófalestri (sem er rétt að byrja, þannig að ég áskil mér allan rétt á að detta í ástarsamband með einhverjum öðrum lögum þegar lengra líður á) eru það lögin Pink Bullets og Strawberry Swing sem ég hlusta á svona 10x á dag....

8 daga í próf.
Ég dey.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sko ef þú deyrð, þá get ég alveg lífgað þig við..... Ég var nefninlega á skyndihjálparnámskeiði fyrir viku síðan sjáðu til ;)

Legg samt til að þú deyjir bara ekkert næstu áratugina ;)

Gangi þér vel með prófalesturinn í dag, ég ligg svo á þér á morgun á hlöðunni ;)

Sandra (IP-tala skráð) 17.9.2010 kl. 10:20

2 Smámynd: Fjóla =)

ég nenni ekki að læra meir!

Fjóla =), 17.9.2010 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband