Half Mast - Empire Of The Sun

Í gegnum árin hefur hnetusmjör oft ratað inn á bloggið mitt.
Og ástæðan fyrir því er mjög einföld - Ég lifi fyrir hnetusmjör.

Hér áður fyrr var það aðeins Peter Pan hnetusmjör og annað hvort borðað ofan á brauð (engin sulta, takk) eða bara beint upp úr dollunni (algengast og best).

hfst605
Crunchy - Mjög mikilvægt!

Núna kýs ég hins vegar hnetusmjör án kransæðastíflu.
En ennþá er það samt best beint upp úr dollunni.

Einhvern tímann var mér bent á að það væri gargandi snilld að hræra saman hreinu skyri og hnetusmjöri og hef ég verið háð því síðan.

Nýjasta æðið hjá mér er að blanda saman hnetusmjöri og túnfiski.
Ég veit. Þetta hljómar ekki vel.
En trúið mér, ef þú diggar hnetusmjör og ef þú fílar túnfisk þá munt þú elska þessa blöndu.
Og um að gera að hafa nóóóg af smjerinu.

tuna_002.jpg
Túnfisks-hnetusmjörsgummsið sem ég kjammsaði á áðan.
(Mögulega ógirnilegsta matar-mynd sem ég hef tekið).

Annars held ég að allt sé gott með hnetusmjörinu góða.
Er að hugsa um að prófa að skella því í hafragrautinn á morgun...

*

Frekar áhugavert að ef þú skrifar "hnetusmjör" í myndaleit Goggle þá færðu mynd af mér...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hefur "gjössammlega" fram hjá mér þetta hnetusmörsæði þitt.

Verði þér að góðu góan.

Mamma:)

Svandís (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 19:49

2 identicon

Hahahahahahahaha you're right..... það kemur mynd af þér á google!!!!!!!

Algjör snilld!

En ég held samt að ég verði að vera sammála þér um að þetta sé mögulega ógirnilegasta matarmynd sem þú hefur tekið!!

Er greinilega heldur ekki nógu mikið hnetusmjörs-gúrú til þess að skilja allar þessar útfærslur á hnetusmjörs-máltíðum..... en gott að þér leiðist ekki ef þú ert með eitt stykki hnetusmjörsdollu undir höndum ;)

Loves, Sandra ;*

Sandra Heimisdóttir (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 21:15

3 Smámynd: Bergþóra

Ég veit! Þetta er alveg frekar krípí, hahaha.

Bergþóra, 25.6.2010 kl. 14:07

4 identicon

HAHA allt of gott! Bergur með nylonstút og ég sem hélt að eingöngu Ernur kenndar við fernur hefðu haft einkaleyfi á honum eftir 2005.....guess I was wrong :D

Flottust

Anna Hill (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 02:10

5 Smámynd: Bergþóra

Þetta er auðvitað aldrei nylon-stútur!

Þetta er samt alveg svona ég að gretta mig en reyna líka að vera sæt... 2006 var klárlega minn tími! ;)

Bergþóra, 26.6.2010 kl. 10:28

6 identicon

túnfiskur + hnetusmjör, it's what winners eat!

Fríða (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 20:30

7 identicon

Heyrðu það koma nú hvorki meira né minna en tvær myndir frá þér á fyrstu síðunni ef þú gúgglar hnetusmjör.

Fríða (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband