Fuck You - Lily Allen

Hæ Fjóla.
(Það virðist sem þú sért sú eina sem lest bloggið mitt, "kommentalega" séð allavega).

Við Gunnar fórum á Versló-söngleikinn Thriller í gær.
Hann vann svo miða í bingói ekki fyrir svo löngu og bauð hann mér að koma með sér.

Ég hef aldrei verið voða hrifin af söngleikjum Verslunarskólans en ég fór nú samt í Loftkastalann í gær með opnum huga.
Hvort það segi meira um okkur Gunnar eða söngleikinn veit ég ekki, en við gengum út stuttu eftir hlé. Eða stuttu eftir að ég pikkaði í hann því hann hafði sofnað! 

Við höfðum samt alveg lúmskt gaman af því hve lélegt leikrit þetta var, þannig að við löbbuðum út með bros á vör...

Á leiðinni heim kyngdi snjónum niður.
Þegar við komum heim gátum við ekki lagt bílnum á sinn stað því stæðið var yfirfullt af snjó.

Þegar það hætti að sjóa þá fórum við Gunnar út með myndavélina:

Elska svona "óvart-myndir".

*

Ég er farin út í göngutúr með Helgu í snjónum.
Elska þennan snjó!

Heyri í þér síðar Fjóla mín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haha ég les bloggið þitt daglega elskan!!! Ég er bara ekki svo rosalega dugleg að kommenta ;)

Æðislegar myndir af þér samt... ekki sammála því að ein þeirra líti út eins hún sé samsett!!

Og btw... flott á þér hárið greinilega þessa dagana! Aaaalltof langt síðan ég sá þig!!!

Loves :*

Sandra Heimisdóttir (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 18:57

2 identicon

Hahahaha ok smá misskilningur... þetta kom út einsog ég meinti að þú værir aldrei með flott hár...... Meinti það ekki.... meinti þú veist... flott breyting frá því að ég sá þig síðast, greinilega alltof langt síðan ég sá þig!!!

Meiri Loves ;*

Sandra Heimisdóttir (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 19:00

3 Smámynd: Bergþóra

Hahaha, vel bjargað hjá þér ;).
En jú, það er svo langt síðan ég sá þig Sandra að það jaðrar við að vera lögbrot!

Við hittumst kannski um helgina... ertu ekki í fríi? :)

Bergþóra, 28.2.2010 kl. 23:29

4 identicon

Hahaha :D

Júbb ég er í fríi... ITS A DATE ;)

Sandra Heimisdóttir (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 23:44

5 Smámynd: Fjóla =)

hahaha... mér fannst þetta fyndinn tiltill.. haha.. ég þoli ekki þegar fólk kommentar ekki á bloggið mitt og finnst mér það skilda.. ekki erfitt að skrifa bara "haha" e-ð.. þarf ekki að vera flókið.. hihi..:P

Ég er sammála þér með "óvart"myndir.. ótrúlegt hvað þær eru oftast bestar! þá er maður líka "venjulegur" ekki að reyna að vera með e-h svip, e-ð!

Fjóla =), 1.3.2010 kl. 11:39

6 Smámynd: Bergþóra

Einmitt, á fyrstu myndinni er svo greinilegt að ég er að reyna að pósa ekki. Á mynd nr. 2 nota ég einu pósuna sem ég kann en á mynd nr. 3 er ég ekkert að pósa, var bara að laga á mér hárið :).

Bergþóra, 1.3.2010 kl. 12:18

7 identicon

Ég les líka bloggið þitt meistari! hahah :)

Unnur Samúelsdóttir (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 23:29

8 identicon

snjóa*

Kristján Oddsson (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 22:33

9 Smámynd: Bergþóra

Í alvöru Kristján?

Haha, ef þú ætlar að gera það að vana þínum að benda mér á allar villurnar í færslunum mínum, vertu þá tilbúinn að þurfa að hætta á skólanum því þetta er fullt starf. Ólaunað starf samt .

Bergþóra, 4.3.2010 kl. 00:16

10 identicon

Ég les líka!

Fríða (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband