Fake Plastic Trees - Radiohead

Eftirfarandi grein stal ég af umdeildri síðu.
(Sem er einmitt ástæðan fyrir að ég set hana hér inn án þess að "linka" hana.)

Sjálf hef ég gaman af því að lesa greinar á netinu um hreyfingu og mataræði.
Mataræðið mitt er vel á þann veg að vera það sem kallað er "hreint"og mér finnst gaman að hreyfa mig.

Ég er hins vegar mjög gagnrýnin á allt sem ég les og heyri og tek öllu með fyrirvara.
Ég verð oft orðlaus þegar ég les suma "heilsupistla" á netinu.
Ég man t.d. eftir einum á ónefndri síðu (sem ég veit að er mjög vinsæl meðal kvennþjóðarinnar) þar sem það var mælt með því að fólk ætti að sniðganga trefjar ef það vildi grennast því trefjar binda vatn í líkamanum...

Rétt eins og öllum færslum mínum á þessu bloggi, þá er þessari færslu ekki ætlað að vera málefnaleg og ég ætla mér ekki að predika yfir einum eða neinum um eitt eða neitt.
Vildi bara benda á þessi orð Ölmu Geirdal.

Lesið ef þið viljið:

"Á einni viku hef ég tárast við tölvuna yfir greinum, auglýsingum eða nýjum bókum um nýjustu megrunarkúrana, átökin, greinarnar eða önnur vandmeðfarin umfjöllunarefni sem viðkemur þessum efnum. Í alvöru, litla fagra þjóð, erum við alveg að missa það núna? Er æskudýrkunin í hámarki og öll mörk um hvað má og ekki, farin fyrir lítið? Undirrituð hugsar alltaf: "Hvenær komumst við á þann stað að þetta sé bannað eða alla vega farið varlega og rétt með"? Allt færi á hliðina ef jafn frjálslega væri rætt um fíkniefni, áfengi eða aðra sjúkdóma sem skaða fólkið okkar. Þið sem standið á bak við þetta gerið ykkur ENGA grein fyrir skaðseminni sem þið valdið og spáið eflaust ekkert í því...eða?

Undirrituð er kannski reið þegar kemur að þessum málefnum, en málefnið er mér afar kært og tel ég mig aðeins geta talað harkalega um þessa þróun vegna eigin reynslu og reynslu af að hjálpa og styðja einstaklinga sem þjást af átröskun. Þessi áróður er okkur sem eitur í eyrum og er enn verri fyrir þá sem eru á línunni að reyna af falla ekki í yfirlið af eymd og svo erum það við sem höfum eða þjáumst af átröskun.

Ein grein sló mig illa utan undir og enn fastar þegar vinkona mín tilkynnti mér að nú myndi hún taka fram gallabuxurnar og hætta í leggings. Leggings eiga víst að gera okkur feitar! Hálfur heimurinn klæðist leggings, enda selja búðir okkur þær grimmt sem nýjasta trendið og við fylgjum, en samt þurfum við að passa okkur og vera vakandi á verðinum. Við göngum um í teygjuefni sem gefur eftir og við finnum ekki fyrir þyngdaraukningunni. Er þetta bara í lagi?

Nýjasta æðið hér á landi er svo kúrinn, sem gerir okkur 10 árum yngri á 10 vikum! Þetta er æskudýrkun á versta stigi og við gleypum við þessu eins og þetta sé hið nýja lögmál útlitsins; þetta sé málið og um að gera að berja sig niður með þessum hætti. Svo er þetta sett í bók svo höggið verður enn harkalegra. Árið er 2011 og enn erum við í slíkri steik að markaðssetja megrunarkúra. Ef einstaklingarnir sem gera slíkt, þekkja ekki hætturnar því þeir þekkja ekki af eigin raun þá sjúkdóma sem geta lagst á fólk vegna slíks hugsanaleysis þá get ég skilið þetta. En hvað ef þetta kæmi inn fyrir þeirra dyr, færu þessir sömu einstaklingar þá þessa leið til þess að græða pening á heilsu fólks ?

Vikulegt tímarit hér á landi birtir vikulega greinar við einstaklinga sem misst hafa ótæpilegt magn af kílóum á óhugnarlega stuttum tíma og gera viðkomandi að einhvers skonar hetjum fyrir vikið? Þetta lesa viðkvæmar sálir og hver veit skaðann? Langar ykkur yfir höfuð að vita það? Það þýðir ekki lengur að hugsa sem svo að þetta komi ekki fyrir þig eða þitt fólk. Í dag er þetta orðið algengt vandamál og alltof margir glíma við átraskanir. Er ykkur sama?

Á stórum vef sem ALLIR lesa er nú hægt að fylgjast með ungum konum í megrun, en uppátækið er hálfgerð keppni um það hver nær mesta árangrinum! Okkur er ei viðbjargandi. Og þetta vilja fyrirtæki „sponsa“, því þarna fá fyrirtækin auglýsingu. Hvort einhver veikist er ekki hitamál því jú, það snertir ekki fyrirtækin persónulega, eða hvað?

Ég veit ekki hvað þarf að gerast til þess að þjóðin vakni og geri sér almennilega og innilega grein fyrir stöðu þessara mála. Ég veit ekki hvað þarf að gerast til þess að þjóðin fari að fara varlega með mál sitt. Ég veit ekki hversu margir þurfa að þjást til að hér verði haldið utan um meðferðir á markvissan og öflugan hátt. Hvað þurfa tilfellin að vera ung til að forvarnir í skólum verði gerðar að skyldufögum? Hvað þarf til að átraskanir verði álitnar jafn hættulegar og t.d alkóhólismi? Því elskurnar; þetta er svo hættulegt!

Hættið þessu, sýnið þeim sem þjást alla vega virðingu, því þetta er okkar vímugjafi.
Ást & friður, Lafðin."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef marka má newsfeedið mitt þá eru það aðallega karlmenn sem lesa bleikt.is en leiðinlegt að það séu ágætis greinar þar inn á milli hjá öllu sorpinu

Anna Hildigunnur (IP-tala skráð) 14.5.2011 kl. 16:27

2 Smámynd: Bergþóra

síðan með trefja-greininni er ekki bleikt.is

Bergþóra, 14.5.2011 kl. 16:32

3 Smámynd: Fjólan

Megrunarkúrar er mesta vitleysa sem til er.. það lærir maður nú bara í grunnskóla.. hinsvega finnst mér í lagi ef fólk er í átaki í að breyta um lífstíl til framtíðar..s.s ekki bara í einhverja vikur eða fáa mánuði.. heldur til framtíðar.. og gera það vel og heilsusamlega.. að gera það heilsusamlega er ekki að missa 30 kg á einum mánuði e-ð!!... en mér finnst í góðulagi að veita því athyggli og umfjöllun í fjölmiðlum þegar fólk er heilsusamlegt, borðar rétt og hreyfir sig.. því offita er orðið mjöööög stórt vandamál hér á landi..

p.s er er ánægð með að þú hugsir rökrétt um heilsuna og ég get fengið einhverjar gúrme uppskriftir hjá þér :)

Fjólan, 15.5.2011 kl. 23:25

4 Smámynd: Bergþóra

Pointið er samt að netið er uppfullt af upplýsingum um megrunarkúra og skyndilausnir og það eru ekki allir sem kynna sér þetta með gagnrýnum hætti.
Það er augljóslega aldrei slæmt þegar fólk hugsar um heilsuna :)

Bergþóra, 16.5.2011 kl. 00:23

5 Smámynd: Fjólan

mhm.. einmitt ég er sammála..

Fjólan, 19.5.2011 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband