Ferðablogg númer eitt.

Við Fjóla erum búnar að hafa það mjög gott hérna í Daganzo, sem er svona 30 mínútum frá Madríd. Við gistum hjá spænskri fjölskyldu sem Laufey, vinkona Fjólu, vinnur hjá sem au pair.

Fjóla kom hingað á miðvikudagskvöldið, eftir ágætis ævintýri á flugvellinum (eignaðist afrískan stalker og fleira) en ég mætti hérna á fimmtudagskvöldinu eftir aðeins minna ævintýri... allavega miðað við ævintýrið hennar Fjólu.

En ferðin mín hingað gekk samt mjög vel... Þurfti að bíða í tæplega 4 tíma á flugvellinum í Köben, sem var dead boring, en ég drap tímann með lestri og ljóðasmíð. Ég var samt með einhverja ritstíflu og mér tókst bara að búa til fyrri parta, en þegar ég hætti að reyna að ríma þá kom þetta:

Held af stað,
langförul.
Með hjartað í buxunum,
og búnt af seðlum í pungnum.

Sama kvöld og ég lenti þá fórum við stelpurnar á Ribs, sportbar hérna í bænum og hittum vinkonur Laufeyjar sem eru líka au pair. Tvær þeirra eru frá Prag og ein frá bæ aðeins sunnar en Frankfurt.

Þar sem ég var búin að vera ferðast í um 15 tíma, þá fórum við frekar snemma heim og ég steinrotaðist.

Daginn eftir, á föstudaginn, fórum við Fjóla í leiðangur hérna í bænum. Við ætlum nefnilega að búa til ís handa fjölskyldunni og heita súkkulaðisósu, og fórum að kaupa hráefnið í það.
Laufey þorði varla að senda okkur einar út og teiknaði (stórbrotið, að mínu mati) kort af bænum og sagði okkur að reyna að vera komar heim fyrir kl. 18 því við ætluðum að fara í Primark og svo út um kvöldið. Kl. var bara 16 þannig að við höfðum nú litlar áhyggjur af því.

Það var minnsta málið að finna búðina, en hins vegar vorum við inni í búðinni í rúmlega klukkutíma. Búðin var samt alveg frekar lítil, en við vorum bara svo uppteknar af þvi að skoða allt... og leita að því sem við ætluðum að kaupa. Það virðist sem spánverjar baki ekki neitt voðalega mikið, því bökunardeildin er sú minnsta sem ég hef séð!

Það hjálpaði ekki mikið að við Fjóla kunnum minna en ekkert í spænsku þegar við komum hingað, og spánverjar viðast ekki kunna mikið í ensku.

Þegar við komum aftur í húsið (kl. 18) beið Laufey eftir okkur, áhyggjufull í hliðinu. Svo hlupum við í strætó til að fara í Primark í verslunarmiðstöðinni.

Við Fjóla þurftum að minna okkur reglulega á það að við værum að fara í InterRail, því allar uppáhaldsbúðirnar okkar voru þarna og fötin voru á mjög góðu verði. En við vorum sterkar og keyptum bara það sem við þurfum fyrir ferðina eins og t.d. sokka, nærföt og sandala í Primark.

Nei, fyrirgefið... ÉG keypti bara sokka, nærföt og sandala, Fjóla keypti hins vegar hálfa búðina!
(Ég verð að segja "djók" svo ég fái ekki skammir frá Fjólu, haha)

Við hentum svo draslinu heim og fórum í háskólabæinn Alcala, sem er hérna rétt hjá, með vinkonum Laufeyjar þar sem ég varð fyrir pínu menningarsjokki... Við keyptum okkur bjór í lítilli sjoppu og settumst á eitthvað torg sem var fullt af öðru ungu fólki. Þarna sat fólk bara í hópum og drakk sitt áfengi. Þetta minnti pínu á miðbæ Reykjavíkur á 17. júní, nema þarna var bara venjulegt föstudagskvöld og þetta var fólk yfir tvítugt.

Öllum gærdeginum, laugardeginum, eyddum við svo í Madríd með stelpunum. Við fórum í mjög kósý lautarferð í Reoliro, sem er stærsti garðurinn í Madríd, í sjúklega góðu veðri og enduðum í sólbaði þar. Svo löbbuðum við um og skoðuðum borgina. Eftir að hafa fengið okkur kvöldmat (um kl.10) fórum við aftur í litla sjoppu (þessar sjoppur eru á hverju horni) og keyptum smá mjólk fyrir kvöldið. Við settumst svo á svipað torg og kvöldið áður, nema bara enn stærra og með öllum týpum af fólki sem til eru!

Ferðinni var svo næst haldið á klúbb sem var yfirfullur af hommum (eins og öll Madríd) og sígarettureyk. Þar var dansað til kl. 6 og þá beið okkur bara eins og hálfstíma lesta- og rútuferð heim.
Um kl. 8 vorum við loksins komnar aftur í Daganzo þar sem galandi hanar tóku á móti okkur.

Nú er klukkan 15:31 (netið er niðri þannig að ég pósta þessu seinna í dag) og við Fjóla erum á leið út að hlaupa.

Næstu blogg munu líklega ekki verða svona nákvæm... og löng. Ég hefði reyndar alveg getað verið nákvæmari, það er alveg slatti sem ég sleppti.

Við erum enn ekki búnar að ákveða næsta áfangastað, en Barcelona er ofarlega á lista. Við byrjum sem sagt InterRailið á morgun, Ætlum að kaupa lestarmiða sem gildir í 22 daga í Madríd og halda af stað.

Ég ætlaði að setja inn nokkrar myndir, en það tekur bara of langan tíma. Geri það seinna.

Heyrumst síðar.
Bergþóra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Me gusta!

Gunnar (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 18:58

2 identicon

Frábært að heyra frá þér. Það væsir ekki um ykkur Fjólu. Góða ferð á morgun og ég skil vel að Barcelona sé ofarlega á listanum.  Ein fallegasta borg  Evrópu.

Kv. Mamma

Svandís (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 19:15

3 identicon

Gaman að fá að lesa ferðasöguna. Góða ferð og passið ykkur á reykingafólkinu!

Unnella (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 19:45

4 identicon

Ohh yndislegt að heyra loksins frá þér :D

Sýnist þú hafa það yndislegt... og bíddu bara....Barcelona er æði ;)

Loves, Sandra ;*

Sandra Heimisdóttir (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 21:25

5 identicon

hahaha, hljómar geggjað vel.

sérstaklega bara sitja úti og drekka, það er málið.

Sakna þín strax samt :( viltu ekki bara fara drífa þig heim? híhí

Helga (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 23:36

6 identicon

Sko, vissi að þú myndir nú ekkert upplifa þetta djammleysi sem að þú áttir von á. Ekki þú! ;)
Hljómar ekkert smá vel, sérstaklega þar sem að í gær barðist ég við það sem að mínu mati var fellibylur með slatta af rigningu til þess að komast í kringlunna.

Haltu áfram að skemmta þér vel og góða ferð! :D (vildi að ég kynni að segja góða ferð á spænsku en þú getur bara lesið þetta með spænskum hreim ef þú vilt).

Með fullt af ást og öfund, Fríða. X

Fríða (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband