Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Into My Arms - Nick Cave

Lögfræðin byrjuð.
Metnaðurinn í hámarki.
Facebook hefur aldrei verið jafn óspennandi.
Ekki spaug.

Ég fór bara inn á feisið í gær til að senda mjög ópersónulega afmæliskveðju á Gunnar og til að athuga hvort það væri eitthvað nýtt í fréttum frá Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg.

Kjartan frændi, biðstofustjóri, var búinn að bíða eftir nýju hjarta í 19 vikur þegar það var hringt í hann á fimmtudaginn fyrir viku og hann upplýstur um að það biði hans hjarta í Svíþjóð. Þá var stokkið upp í flugvél og svo bara beint á skurðarborðið - Nýtt hjarta byrjaði að slá kl. 06:02 (að staðartíma) á föstudagsmorgninum. Gert var ráð fyrir að hann myndi ekki vakna fyrr en um kvöldið eða jafnvel næsta dag, en um hádegisbil á föstudeginum var hann vaknaður, laus úr öndunarvélinni og byrjaður að reyta af sér brandarana, eins og honum einum er lagið.

Það eru því aðeins góðar fréttir sem hafa borist hingað heim :)
(Hér er hægt að fylgjast með gangi mála).

En lögfræðin bíður.
Ætla bara að birta þessa færslu á facebook fyrst...


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband