Færsluflokkur: Bloggar
Babe, I'm Gonna Leave You - Led Zeppelin
24.6.2010 | 22:42
Toy Story 3 = Best, best best!
Fór á 3D með ensku tali.
Ætla að fara aftur og taka þetta old school - 2D með íslensku tali.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Half Mast - Empire Of The Sun
24.6.2010 | 18:37
Í gegnum árin hefur hnetusmjör oft ratað inn á bloggið mitt.
Og ástæðan fyrir því er mjög einföld - Ég lifi fyrir hnetusmjör.
Hér áður fyrr var það aðeins Peter Pan hnetusmjör og annað hvort borðað ofan á brauð (engin sulta, takk) eða bara beint upp úr dollunni (algengast og best).
Crunchy - Mjög mikilvægt!
Núna kýs ég hins vegar hnetusmjör án kransæðastíflu.
En ennþá er það samt best beint upp úr dollunni.
Einhvern tímann var mér bent á að það væri gargandi snilld að hræra saman hreinu skyri og hnetusmjöri og hef ég verið háð því síðan.
Nýjasta æðið hjá mér er að blanda saman hnetusmjöri og túnfiski.
Ég veit. Þetta hljómar ekki vel.
En trúið mér, ef þú diggar hnetusmjör og ef þú fílar túnfisk þá munt þú elska þessa blöndu.
Og um að gera að hafa nóóóg af smjerinu.
Túnfisks-hnetusmjörsgummsið sem ég kjammsaði á áðan.
(Mögulega ógirnilegsta matar-mynd sem ég hef tekið).
Annars held ég að allt sé gott með hnetusmjörinu góða.
Er að hugsa um að prófa að skella því í hafragrautinn á morgun...
*
Frekar áhugavert að ef þú skrifar "hnetusmjör" í myndaleit Goggle þá færðu mynd af mér...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Little Lion Man - Mumford & Sons
24.6.2010 | 00:45
Ég var að skoða bíósíðurnar í Morgunblaðinu í vinnunni um daginn og fattaði þá að ég hef ekki farið í bíó í tæplega ár.
Síðasta mynd sem ég sá í bíó mun vera Hangover !
Eftir að hafa verið grýtt af hneyksluðum samstarfsmönnum mínum ákvað ég að þessu yrði ég að kippa í liðinn og stefni því á að fara á Toy Story 3 á morgun.
Finnst það vera fullkomin mynd til að missa nánast endurfæddan bíó-meydóminn...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Not For All The Love In The World - The Thrills
21.6.2010 | 13:52
Ég var að skoða facebook síðuna 'Dagbók borgarstjóra' rétt í þessu og sá þá eftirfarandi mynd sem ég kannaðist ískyggilega mikið við:
Ég var eiginlega bara mjög viss um að ég hefði tekið þessa mynd...
En svo áttaði ég mig á því að fyrir ári síðan tók ég mynd á nákvæmlega sama stað:
Eðlileg eftirtektarsemi?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
What if? - Bombay Bicycle Club
14.6.2010 | 20:12
Var að klára lokaþáttinn af Glee.
Glee.
Best.
*
KR-FH í gangi.
KR.
Best.
*
Búin að hlusta á nýjustu plötu Bombay Bicycle Club, I Had The Blues But I Shook Them Loose, endalaust í dag.
I Had The Blues But I Shook Them Loose.
Best.
Bloggar | Breytt 21.6.2010 kl. 13:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fear Itself - Rogue Wave
28.5.2010 | 17:27
Þessir drykkir eru byrjaðir að sækja að mér í draumum mínum!!
Sumardrykkur númer þrjú:
Frosnir mangóbitar
Frosnir ananasbitar
Banani
Kókosvatn
Mjólk
Myntulauf
Kókosmjöl
Hunang
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
I'm A Pilot - Fanfarlo
27.5.2010 | 15:02
Ég er komin með nýtt hobbý.
Og þetta hobbý sameinar mín helstu önnur hobbý; mat og ljósmyndun.
Sumardrykkir.
Ég elska að búa til sumardrykki.
Að prófa að blanda hinum ýmsu hráefnum saman.
Í honum er:
Frosin jarðaber
Frosnir mangóbitar
Frosnir ananasbitar
Banani
Mjólk
Kókosmjöl
Lime safi
Nokkur myntulauf
Klakar
Svo drykkur númer tvö:
Innihald:
Frosin jarðaber
Frosnir mangóbitar
Appelsína
Banani
Kókoshnetuvatn
Smá hreint skyr
Engifer
Love it
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Army Of Me - Björk
19.5.2010 | 12:23
10 mest spiluðu lögin í InterRailinu:
Bon Iver - Blood Bank
Bon Iver - The Wolves (Act I and II)
Fanfarlo - The Walls Are Coming Down
Frightened Rabbit - Living In Colour
Kings Of Convenience - I'd Rather Dance With You
Ég fæ aldrei leið á þessu lagi.
Modest Mouse - History Sticks To Your Feet
Two Door Cinema Club - Something Good Can Work
Two Door Cinema Club - Costum Party
We Were Promised Jetpacks - Conductor
The xx - Heart Skipped A Beat
- - -
10 mest spiluðu lögin eftir að ég kom heim:
Bombay Bicycle Club - Emergency Contraception Blues
Bombay Bicycle Club - Evening/Morning
Kings Of Convenience - Peacetime Resistance
Kings Of Convenience - Boat Behind
The National - Conversation 16
Rogue Wave - I'll Never Leave You
Rogue Wave - Stars and Stripes
Rogue Wave - Fear Itself
Nýjasta hljómsveitin í iTunes hjá mér. Mæli með nýju plötunni þeirra, Permalight.
Þessi hljómsveit minnir mig pínu á Death Cab og Nada Surf...
White Lies - A Place To Hide
Wilco - I'll Fight
*
Áverið í nótt.
Er því að vinna í rútu-playlista.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bransasögur - Steindi Jr.
18.5.2010 | 20:27
Here we go again.
Byrja að vinna í álverinu aðfaranótt fimmtudags.
Verð klárlega sú nettasta á svæðinu með nýju öryggisgleraugun mín:
*
Við Helga skelltum okkur upp í bústað á fimmtudaginn og höfðum það kósý.
Svo komu Sandra og Kristján á föstudeginum, og þá varð ekki jafn kósý...
Bara stuð:
Á Sunnudaginn hittumst við Players-stelpurnar svo í brunch hjá Guðrúnu:
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fall Into Place - Apartment
17.5.2010 | 22:29
Frumraun mín í Movie Maker:
Geri fleiri myndbönd... einhvern tímann áður en ég dey!
Horfið í HD, per favore :).
Bloggar | Breytt 18.5.2010 kl. 01:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)