Sun of a Gun - Oh Land
22.3.2011 | 10:03
Er alveg frekar mikið að fíla þetta lag - svona í morgunsárið.
Ég myndi dansa ef ég héldi ekki á kaffibollanum mínum... því ég nenni alls ekki að skúra - svona í morgunsárið.
Söngkonan heitir Nanna Øland Fabricius og er frá Danmörku. Hún var ballettdansari og hafði æft ballet frá því hún var barn, en þegar hún meiddist alvarlega í baki og þurfti að hætta að dansa fann hún aðra leið til að dansa - í gegnum tónlistina....
"The only thing that got me through it was music, because I felt like I could still dance through it; like I could lie down, close my eyes, and figure out melodies without moving."
-What does it sound like? What does it smell like? What does it look like? How does it feel? I always ask myself these questions when Im writing,
-I want my music to feel like 2050 meets something really classic, like meeting a stranger that feels as familiar as an old friend.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Young Blood - The Naked And Famous
20.3.2011 | 21:05
Fattaði allt í einu að það er sunnudagur og ég bakaði ekki í dag...
En reddaði því á nó tæm:
Hafraklattarnir eru í ofninum as we speak.
Þessi playlisti er bara bestur - ekki véfengjanlegt!
Planið í kvöld er svo að prufukeyra nýja sjónvarpið mitt og mönsa nýbakaða hafraklatta með.
Vildi að ég gæti sagt að ég hefði djammað feitt í gær til að vega á móti þessum leim plönum! Haha... damn!
*
Annars er hún Fríða mín að koma heim eftir 2 vikur.
Það verður næs.
Erum búnar að plana að fara í lærdómsbúðir í Miðhúsaskógi í apríl.
Eins ógeðslega og það kann að hljóma, þá held ég að þetta verði sjúklega kósý. Það er pottur og svona á staðnum, þannig að ég sé fram á frekar kósý "læri-session".
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fix You - Coldplay
20.3.2011 | 18:58
Ef Coldplay taka þetta lag á Rock Werchter þá mun ég líklega láta lífið...
Og til að vera alveg sjúklega emo, þá vona ég að White Lies taki þetta lag:
Svo get ég ekki beðið eftir að sjá Two Door Cinema Club live!!
(þeir eru 0% emo - ég lofa):
Shittafokk hvað ég er orðin spennt!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Save the Last Dance For Me - Michael Bublé
17.3.2011 | 20:19
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Yes - Coldplay
16.3.2011 | 22:50
Sumarið er ofarlega í mínum huga þessa dagana.
Ég þrái að tjilla úti í garði, sbr:Ég þrái að fara í veiðiferð, sbr:
Ég þrái útilegur, sbr:
Ég meira að segja þrái skítinn í álverinu, sbr:
Mest af öllu þrái ég samt að fara aftur til Parísar!
Og Nice!
Og Róm!
Og Flórens!
Og Barcelona!
Shit....
Ég virðist ekki geta komist yfir það að á þessum tíma fyrir ári síðan var ég á fullu að undirbúa mig fyrir interrail.
Ef ég hef einhvern tímann á ævinni verið bitur, þá er það núna.
...sbr. http://bergtora.blog.is/blog/bergtora/month/2010/4/
Ég hugga mig samt við það að ég er að fara á Rock Werchter í júlí með Gerðu.
Það verður geð-sjúkt!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Talað við gluggann - Kóngurinn...
15.3.2011 | 22:16
42 dagar í próf...
Jubb... ég er vangefin.
Ekki dissa miðann of mikið samt, hef mikla trú á honum.
Ég ætla að massa þessi próf!
Bloggar | Breytt 17.3.2011 kl. 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
The Key - Ou Est Le Swimming Pool
13.3.2011 | 01:24
Það eru tvö myndbönd á youtube sem ég get alltaf treyst á að hlægja að.
Nr. 1:
Nr. 2:
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ring Of Fire - Johnny Cash
8.3.2011 | 14:56
Afhverju er ég fyrst að horfa á þessa þætti núna?
Þetta er eitt það besta sem ég hef séð!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Introducing Palace Players - Mew
7.3.2011 | 12:09
Okei, ég missti mig aðeins í bolludagsgleðinni.
Þetta er sem sagt Peanutbutter&jelly-rjómabolla.... með sýrópi:
Mér er sama hvort þið trúið því... en þetta er besta bolla sem ég hef smakkað.
The Ultimate Rjómabolla!
....farin að læra!
...og borða fleiri bollur!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mrs Cold - Kings Of Convenience
6.3.2011 | 21:54
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)