The Millionaire Waltz - Queen

'Bring out the charge of the love brigade
There is spring in the air once again'

Þetta lag er vorboða-lagið mitt.
Vorboðinn ljúfi.

Svo byrjar þessi gleði líklegast á næstu dögum:

4464502555_54f133834b_z.jpg


Fot i Hose - Casiokids

Okei... þetta var random.

Ég var sem sagt heima að slæpast í náttbuxum að éta oreo kex (sjá mynd 1) og að reyna að koma mér í það að læra.

Mynd 1:
207483_10150214842961802_518531801_8495875_7481430_n.jpg

Ákvað svo að hendast upp á hlöðu.
Þó það sé ekki 'dress-code' á hlöðunni, þá ákvað ég nú samt að fara í buxur.

(Ég lofa að þetta buxna tal hefur tilgang)

Buxurnar voru inni í þvottahúsi þannig að ég fer þangað og klæði mig þar.
Svo ákveð ég að hita mér te, og þar sem maður þarf báðar hendur í það, hendi ég náttbuxunum yfir axlirnar á mér...

Á meðan vatnið er að hitna næ ég í bol og brjóstahaldara og er á leið inn í herbergi þegar einhver bankar á útidyrahurðina.
Ég, með náttbuxur vafðar um hálsinn og bol og brjóstahaldara í annarri hendinni, fer til dyra.

Sjáið þið þetta fyrir ykkur?
Gott.

Þegar ég opna dyrnar blasir við mér eftirfarandi:
-páskaegg numero 7 (sjá mynd 2)
-Gísli Einarsson
-tveir myndatökumenn
-einn hljóðmaður

Eruð þið engu nær um hvað var að gerast?
...ekki ég heldur.

Mynd 2:
snapshot_20110401_7.jpg

Gæinn útskýrði ekkert frekar ástæðu gjafarinnar.
Eina sem ég veit er að ég er mega sátt (sjá mynd 3).

Mynd 3:
snapshot_20110401_9.jpg

Takk fyrir mig, RÚV.

P.s. Ég verð líklegast ekki alveg jafn 'mega sátt' ef þessu verður sjónvarpað...


Roll Up Your Sleeves - We Were Promised Jetpacks

kaffi_004.jpg

Heimatilbúið swiss-mokka.
Uuu, næs!

Ef ég drulla mér ekki upp á hlöðu fljótlega þá mun ég líklegast byrja á kanilsnúðum innan skamms...


Awake My Soul - Mumford & Sons

Taugarnar eru ekki minn besti vinur þessa dagana.

Tilraun nr. 1 til að róa þær fyrir svefninn: 'One Tree Hill - 306 - Locked Hearts and Hand Grenade'
Semí ljúfsár söknuður til ársins 2005...

Ef það virkar ekki; jóga.

Ef það virkar ekki... eruð þið með tillögur?


Paranoid Android - Radiohead

195129_10150140162727485_173312492484_6676224_1055109_o.jpg

Páskaeggið í ár?
Mmm...


Strangerman - Ringside

Ég veit fátt betra en að fara að synda eftir að hafa setið yfir bókum allan daginn.
Þetta verður klárlega líkamsræktin mín í próflestrinum í apríl.

sund

Tek 400m í kvöld.

You've Got The Love - Florence And The Machine

hlaup.png

Frá Brúnalandi 36 að Árbæjarlaug og aftur til baka = blaðra á tá, beinhimnubólga, verkur í hné og astmakast.
Elska það alveg vandræðalega mikið.

Það var líka svo fullkomið hlaupaveður.
Hefði viljað hafa myndavélina meðferðis.
Kannski ég byrji á því... svona eins og gellan í Yes Man.


Owl Waltz - Seabear

Hey, það er kominn læk-takki... magnað! Joyful


Lost In The Post - The Wombats

X-ið er klárlega sú útvarpsstöð sem ég hlusta mest á.
Það heyrir til undantekninga að þeir spili lög sem ég fíla ekki.
Svo eru þættirnir margir hverjir ekki af verri endanum:
Harmageddon.
Gufuvélin.
Glymskrattinn.
Laugardagskaffi.

Það eru hins vegar 2 þættir sem ég get ekki hlustað á,
og skil ekki hvað eru að gera á þessari stöð...
Fótbolti.net.
Mín skoðun.

Ég veit til þess að það séu margir hlustendur x-ins sem vilja t.d. ekki sjá indírokk(/-popp), rafpopp eða þess háttar tónlist.
Sem ég skil alveg... þó ég fíli það að vísu í botn.
En ég fæ bara ekki skilið afhverju íþróttaþættir lifa svona góðu lífi á þessari stöð.

Okei.. fótbolti.net sleppur alveg.
En Mín skoðun?... Með Valtý Birni?
Drepið mig.

*

Plan dagsins:
Fara yfir réttarsögu = þetta verður langur dagur.


Because - The Beatles

Ef ég hef verið að hunsa símtöl frá þér síðustu daga, eða svara ekki smsum, þá er það ekki vegna þess að ég hef eitthvað á móti þér eða nenni ekki að tala við þig - það mun einfaldlega vera vegna þess að síminn minn er þroskaheftur.

Ég segi það satt, þ.r.o.s.k.a.heftur!

Ef ég hefði ekki verið að splæsa í nýtt sjónvarp um daginn, þá myndi ég splæsa í nýjan síma...
Þannig að ef þið þurfið að ná í mig, þá mæli ég með facebook skilaboðum eða e-mail (bergylfa@gmail.com).

Er í missioni eins og er að finna síma einhvers staðar sem ekki er í notkun.
Vona að allir munu lifa þetta af þangað til.

Síðar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband