The Millionaire Waltz - Queen
2.4.2011 | 13:58
'Bring out the charge of the love brigade
There is spring in the air once again'
Þetta lag er vorboða-lagið mitt.
Vorboðinn ljúfi.
Svo byrjar þessi gleði líklegast á næstu dögum:
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fot i Hose - Casiokids
1.4.2011 | 16:05
Okei... þetta var random.
Ég var sem sagt heima að slæpast í náttbuxum að éta oreo kex (sjá mynd 1) og að reyna að koma mér í það að læra.
Ákvað svo að hendast upp á hlöðu.
Þó það sé ekki 'dress-code' á hlöðunni, þá ákvað ég nú samt að fara í buxur.
(Ég lofa að þetta buxna tal hefur tilgang)
Buxurnar voru inni í þvottahúsi þannig að ég fer þangað og klæði mig þar.
Svo ákveð ég að hita mér te, og þar sem maður þarf báðar hendur í það, hendi ég náttbuxunum yfir axlirnar á mér...
Á meðan vatnið er að hitna næ ég í bol og brjóstahaldara og er á leið inn í herbergi þegar einhver bankar á útidyrahurðina.
Ég, með náttbuxur vafðar um hálsinn og bol og brjóstahaldara í annarri hendinni, fer til dyra.
Sjáið þið þetta fyrir ykkur?
Gott.
Þegar ég opna dyrnar blasir við mér eftirfarandi:
-páskaegg numero 7 (sjá mynd 2)
-Gísli Einarsson
-tveir myndatökumenn
-einn hljóðmaður
Eruð þið engu nær um hvað var að gerast?
...ekki ég heldur.
Gæinn útskýrði ekkert frekar ástæðu gjafarinnar.
Eina sem ég veit er að ég er mega sátt (sjá mynd 3).
Takk fyrir mig, RÚV.
P.s. Ég verð líklegast ekki alveg jafn 'mega sátt' ef þessu verður sjónvarpað...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Roll Up Your Sleeves - We Were Promised Jetpacks
31.3.2011 | 12:50
Heimatilbúið swiss-mokka.
Uuu, næs!
Ef ég drulla mér ekki upp á hlöðu fljótlega þá mun ég líklegast byrja á kanilsnúðum innan skamms...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Awake My Soul - Mumford & Sons
31.3.2011 | 01:01
Taugarnar eru ekki minn besti vinur þessa dagana.
Tilraun nr. 1 til að róa þær fyrir svefninn: 'One Tree Hill - 306 - Locked Hearts and Hand Grenade'
Semí ljúfsár söknuður til ársins 2005...
Ef það virkar ekki; jóga.
Ef það virkar ekki... eruð þið með tillögur?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Paranoid Android - Radiohead
30.3.2011 | 11:11
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Strangerman - Ringside
29.3.2011 | 16:28
Ég veit fátt betra en að fara að synda eftir að hafa setið yfir bókum allan daginn.
Þetta verður klárlega líkamsræktin mín í próflestrinum í apríl.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
You've Got The Love - Florence And The Machine
28.3.2011 | 14:38
Frá Brúnalandi 36 að Árbæjarlaug og aftur til baka = blaðra á tá, beinhimnubólga, verkur í hné og astmakast.
Elska það alveg vandræðalega mikið.
Það var líka svo fullkomið hlaupaveður.
Hefði viljað hafa myndavélina meðferðis.
Kannski ég byrji á því... svona eins og gellan í Yes Man.
Bloggar | Breytt 29.3.2011 kl. 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Owl Waltz - Seabear
24.3.2011 | 23:07
Hey, það er kominn læk-takki... magnað!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Lost In The Post - The Wombats
24.3.2011 | 09:03
X-ið er klárlega sú útvarpsstöð sem ég hlusta mest á.
Það heyrir til undantekninga að þeir spili lög sem ég fíla ekki.
Svo eru þættirnir margir hverjir ekki af verri endanum:
Harmageddon.
Gufuvélin.
Glymskrattinn.
Laugardagskaffi.
Það eru hins vegar 2 þættir sem ég get ekki hlustað á,
og skil ekki hvað eru að gera á þessari stöð...
Fótbolti.net.
Mín skoðun.
Ég veit til þess að það séu margir hlustendur x-ins sem vilja t.d. ekki sjá indírokk(/-popp), rafpopp eða þess háttar tónlist.
Sem ég skil alveg... þó ég fíli það að vísu í botn.
En ég fæ bara ekki skilið afhverju íþróttaþættir lifa svona góðu lífi á þessari stöð.
Okei.. fótbolti.net sleppur alveg.
En Mín skoðun?... Með Valtý Birni?
Drepið mig.
*
Plan dagsins:
Fara yfir réttarsögu = þetta verður langur dagur.
Bloggar | Breytt 25.3.2011 kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Because - The Beatles
23.3.2011 | 23:23
Ef ég hef verið að hunsa símtöl frá þér síðustu daga, eða svara ekki smsum, þá er það ekki vegna þess að ég hef eitthvað á móti þér eða nenni ekki að tala við þig - það mun einfaldlega vera vegna þess að síminn minn er þroskaheftur.
Ég segi það satt, þ.r.o.s.k.a.heftur!
Ef ég hefði ekki verið að splæsa í nýtt sjónvarp um daginn, þá myndi ég splæsa í nýjan síma...
Þannig að ef þið þurfið að ná í mig, þá mæli ég með facebook skilaboðum eða e-mail (bergylfa@gmail.com).
Er í missioni eins og er að finna síma einhvers staðar sem ekki er í notkun.
Vona að allir munu lifa þetta af þangað til.
Síðar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)