This Song Will Change The World - Dikta
20.2.2010 | 23:12
Sá sem kýs ekki réttlæti, hann er ekki maður.
Halldór Laxness.
Heimsljós - Örn Úlfar.
Bloggar | Breytt 22.2.2010 kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Foundations - Kate Nash
14.2.2010 | 19:36
Ég er loksins búin að bóka flug!
Lending í Madríd þann 8. apríl 2010 kl. 18:55.
Locked and loaded.
Bergþóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Dans gleðinnar - Vilhjálmur Vilhjálmsson
12.2.2010 | 18:12
Það er svo mikið um að vera hjá mér þessa dagana að ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að haga mér.
Ég er búin að missa stjórn á hugsunum mínum.
Þær fljúga bara um - leita að stað til að lenda á.
Í stað augna er ég nú með tvö neonskilti sem á standa OVERLOAD með blikkstöfum.
Mér finnst það eiginlega ekki við hæfi að útskýra það sem er í gangi.
Það væri frekar ófagmannlegt.
En ég get sagt ykkur að það tengist ákveðni minni og réttlætiskennd.
Jafnvel smá lögfræðiáhuga.
Er ekki sátt með að það sé komin helgi, þá tefst allt.
Langar að klára þetta af!
Kv. Fröken Ofhlaðin.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Dog Days Are Over - Florence And The Machine
10.2.2010 | 16:47
Ég er búin að sitja yfir tölvunni hátt í tvo tíma núna að reyna að bóka mér flug til Madrídar.
Er með sjúkan valkvíða.
Ég get valið um 200 áfangastaði til millilendingar, 200 dagsetningar og 200 verðflokka.
Þetta er of mikið fyrir mig.
Er samt búin að finna einn 'ferðamáta' sem hentar mér ágætlega.
Ég kaupi þá flug með Iceland Express til Köben 8. apríl og svo annað flug með Iberia (sem er eitthvað flugfélag sem ég hef aaaldrei heyrt um áður) sama dag frá Köben til Madrídar.
Ég veit ekki hvað er í gangi.
Yfirleitt er ég mjög ákveðin.
Er að pæla í að bóka þetta bara.
Samt ekki.
Oh, shit!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jigsaw Falling Into Place - Radiohead
7.2.2010 | 12:14
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Par Avion - FM Belfast
4.2.2010 | 23:19
Jæja, þá er loksins komin einhver smá mynd á þetta InterRail okkar Fjólu.
Við fundum temmilega ódýrt flug frá Berlín til Íslands 7. maí og bókuðum það áðan eftir dálitla umhugsun.
Það er sem sagt nákvæmlega mánuði eftir að við flúgum til Madrídar.
Við viljum ekki skipuleggja ferðina út í ystu æsar, en við erum búnar að setja niður á blað í hvaða röð við ætlum til hvaða lands. Svo ætlum við á næstu dögum að leggjast í rannsóknarvinnu á netinu um hvert land fyrir sig og finna eitthvað spennandi.
Löndin sem við erum búnar að ákveða eru:
Spánn
Frakkland
Ítalía
Grikkland
Sviss
Þýskaland
+ Pólland ef við höfum tíma.
Annars er ég bara enn á Akureyri og enn veik.
Fer samt heim á morgun.
Og að vinna um helgina.
Þið megið endilega kíkja á mig á Bjarna Fel.
Ekki koma samt á meðan t.d. Chelsea - Arsenal leikurinn er... Nema auðvitað ef þið viljið horfa á hann, en ég verð líklegast á hlaupum allan leikinn.
Ég svindlaði smá í dag og fór út, reyndar bara út á svalir, og tók þessa mynd.
Er ekki frá því að það sé sýnilegt á myndinni hvað það var kalt úti.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Casimir Pulaski Day - Sufjan Stevens
3.2.2010 | 14:19
Ég er með hálsbólgu.
Ég bíð eftir að Fjóla komi heim úr vinnunni.
Ég var búin að plana að túristast smá hérna á Akureyri, taka myndir og fara út að skokka og í sund meðan Fjóla væri í vinnunni, en hálsbólgan eyðilagði þau plön.
Ég er svöng.
Ég er að hugsa um að hringja á Greifann og fá heimsenda pizzu.
Eða baka muffins
Ég hlakka til að fara aftur í skóla.
Ég sakna þess að gera ritgerðir.
Og jafnvel smá að gera PowerPoint sýningar.
Ég elska Sufjan Stevens.
Ég ætla að detta í nettan nostalgíupakka og horfa á Bring It On.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Broken - Jack Johnson
2.2.2010 | 23:27
Ég er búin að hafa það aðeins of næs hérna í höfuðstað Norðurlands.
Eins og er liggjum við Fjóla eins og ofsoðnar pulsur uppi í sófa, allt of saddar, hlustandi á Jack Johnson (sem ég hef ekki gert í síðan 2008) og með kryddköku í ofninum.
Við erum á fullu að skipuleggja Evrópureisuna okkar.
Ég kom hingað á sunnudagskvöldið, en við vorum fyrst að byrja á skipulagningunni áðan.
Hins vegar vorum við búnar að skipuleggja hvað við ætluðum að hafa í matinn á meðan dvöl minni hér stæði á fyrstu fimm mínútunum.
Núna erum að skoða ferjuferðir frá Ítalíu til Grikklands.
Ég er held ég mest spennt fyrir því, að fara til Grikklands þ.e.
Við vorum að reyna að finna flug áðan, og við vorum svo spenntar að við létum eins og 6 ára börn á aðfangadag.
Erum öllu rólegri núna samt.
Enda of saddar fyrir lífið og dasaðar eftir heita pottinn sem við fórum í áðan.
En ég get ekki þóst vera að leita að upplýsingum um Grikkland lengur, ég sé á svipnum á Fjólu að hún veit að ég er að fela eitthvað.
Heyrumst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hawaii - Mew
27.1.2010 | 12:50
Eftir að hafa látið klippa lásinn á skápnum mínum í Laugum í þriðja sinn, þá ákvað ég að fjárfesta í talnalás...
Í eitt skiptið týndi ég lyklinum í tækjasalnum (Sjá blogg um það hér). En í hin tvö skiptin læsti ég lykilinn inni í skápnum (í síðara skiptið var ég bara á handklæðinu og þurfti því að senda ókunnuga konu upp í afgreiðslu til að sækja starfsmann með klippur).
Þetta er ekki eðlilegt, er það nokkuð?
Annars er ég að fíla veðrið úti.
Það er kominn pínu vorhugur í mig.
Semí hættulegt samt þar sem það er ennþá janúar! Það snjóar örugglega á morgun bara af því ég sagði þetta.
En ég er komin á fullt að skipuleggja interrailið okkar Fjólu.
Nánari upplýsingar um það síðar.
Svo gerðum við Sandra smá leyndarmál í gær.
Ég er ennþá að hlæja af þessu.
Einnig nánari upplýsingar um það síðar .
Ég er farin út að taka vormyndir (öskrandi draumhyggja).
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Too Too Too Fast - Ra Ra Riot
23.1.2010 | 11:32
Nú er Þorrinn víst genginn í garð, og með öllu því ógeði sem honum fylgir.
Sorry, en ég kaupi það ekki að fólki finnist þorramatur í alvöru góður.
Ég hef að vísu ekki smakkað hann sjálf.
En ef einhver vill að ég borði sviðakjamma eða súrsaða hrútspunga, þá þarf sá hinn sami að búa yfir gríðarlegum sannfæringarkrafti!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)