Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011
Soft Shock (Acoustic) - Yeah Yeah Yeahs
3.8.2011 | 10:27
Ef þú ert meistari, þá dugar ekkert minna en morgunmatur fyrir slíka:
Eigið góðan dag.
(Ég er nánast orðin fersk, ætla samt að halda mig heima í dag... fer svo að vinna í nótt).
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Implosions - Agent Fresco
2.8.2011 | 20:10
Hahaha, þetta er með því betra sem ég hef séð!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Us Against The World - Coldplay
2.8.2011 | 20:01
Tvær hressar á Den Danske Kro!
Annars er ég ennþá/aftur orðin veik.
Á miðvikudaginn hélt ég að ég væri að fá streptokokka, þannig að ég skellti mér upp á heilsugæslu. 3700 krónum fátækari fór ég heim með þá vitneskju að svo var ekki. Fékk hins vegar að vita það að ég væri með einhverja sýkingu í hálsinum. Ég fékk þá skipun frá lækninum að halda mig heima næstu þrjá daga og taka því rólega... Ég gerði einmitt andstæðuna - Næsta dag fór ég í vinnuna og fór í bæinn um kvöldið (sjá síðasta blogg).
Aðfaranótt laugardags fór ég svo aftur í vinnuna oooog svo aftur aðfaranótt sunnudags.
Þegar ég vaknaði á sunnudagsmorguninn var ég ónýt!
Þá loksins hætti ég í afneitun og viðurkenndi að ég þyrfti að taka því rólega.
Er því búin að vera heima síðan.
Ég er m.a. búin að horfa á alla 6. seríu af Sex And The City (p.s. hafði aldrei séð hana) (p.s.2. ég táraðist í lokaþættinum) (p.s.3. ég er ekki búin að sjá hinar seríurnar) (p.s.4. ég veit ekki afhverju ég byrjaði á síðustu seríunni).
Mig vantar eitthvað nýtt að gera.
Meika ekki að hanga svona heima lengur...
Bloggar | Breytt 3.8.2011 kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)