Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011

Brighter - Emsími

Ég verð ekki þriðja hjólið í kvöld... heldur fimmta.
Þetta verður eitthvað.

Bærinn í kvöld sem sagt með Fríðu&David og Guðrúnu&Unnari.


Missed The Boat - Modest Mouse

Ég heyrði þetta lag í útvarpinu í gærkvöldi.
Aldrei átti ég von á að það myndi gerast.

En það gladdi mig mjög, enda er þetta lag gull af lögum.
"
Our ideas held no water but we used them like a dam" - Brill.


Ég labbaði í bæinn - Vilhjálmur Vilhjálmsson

Við litli bróðir minn höfum álíka mikið dálæti af tónlist og þrátt fyrir fjögurra ára aldursmun þá hlustum við á, svo gott sem, nákvæmlega sömu tónlistina (fyrir utan auðvitað 'my guilty pleasures' eins og söngleikjatónlist).

Kynslóðabilið kemur nú samt stundum í ljós.
Um daginn benti hann mér til dæmis á uppáhalds lagið sitt þá stundina, sem hann hafði verið að uppgötva... Mad World með Gary Jules.


Vandratað - Moses Hightower

Að vakna á sunnudagseftirmiðdegi eftir næturvakt við lyktina af nýbakaðri eplaköku er líklega mesta brill í heimi.

img_9564.jpg

Og með henni var heimagerður rabbabaraís:

img_9565.jpg

Fólk sem segir að ég sé myndarleg hefur greinilega aldrei hitt mömmu mína.


Don't Stop The Music - Jamie Cullum

Það er alveg smá eftirsjá að hafa ekki farið á Jamie Cullum í Hörpunni:


The High Road - Broken Bells

Loksins höfðum við Fjóla tíma til að leika.
Við höfðum ekki hist síðan í apríl.

Það er orðið að svona hálfgerðri hefð hjá okkur, þegar hún kemur til Reykjavíkur, að fá okkur eitthvað að borða og fara svo í sund.

Þar sem ég er ein heima þá ákvað ég að bjóða Fjólu til mín í heimagerða pizzu.
Ætlunin var að gera sjúklega djúsí pizzu... sem þýðir í raun bara að ég fínkembdi eldhúsið og tók fram allt sem ég gat ímyndað mér að gæti verið gott á pizzu.
Ég þurfti samt að stoppa mig af þegar ég tók fram hnetusmjörið (en eins og lesendur bloggsins míns ættu að vita þá er ég forfallinn aðdáandi hnetusmjörsins!).

Úr varð alveg frekar næs pizza!
(Ath, hún var án hnetusmjörs Wink).

pizza_019.jpg

pizza_022.jpg

Og svo eftirréttur:

pizza_024.jpg


Beygla - XXX Rottweiler Hundar

xxx.png

XXX Rottweiler hundar.
Nostalgía í veikindum!


Shuffle - Bombay Bicycle Club

Í dag er fyrsti dagurinn í 5 daga vaktafríinu mínu.
Frí sem átti að vera yfirfullt af skemmtilegum atburðum með skemmtilegu fólki.

Í dag vaknaði ég með hálsbólgu og hita.

Fokk.
Mæ.
Læf.


Feel good - Vicky

Ég bjó mér alveg óvart til sjeik úr Hámarkinu mínu áðan.

Ég ætlaði bara að hafa það extra kalt með því að setja það í mixer með nokkrum klökum... en svo bætti ég við nokkrum frosnum bananabitum og jarðaberjum og úr því varð til 2 lítrar af jarðaberjasjeik!
Er að springa...

hamarkssjeik_002.jpg

Ég bætti að vísu meiri banana og jarðaberjum við og svo setti ég agave-síróp líka... en það er allt saman ómyndað.
Svo setti ég vélina af stað og eftir svona 3-4 mínútur af þeytingu þá leit þetta svona út:

hamarkssjeik_006.jpg 

hamarkssjeik_007.jpg

Þetta varð það þykkt og stíft að ég hefði getað hvolft skálinni og það hefði ekki haggast :)

Næsta skref var svo að moka þessu (já, moka) í glas og skella sér út í sólina!

meira_001.jpg

meira_003.jpg

 


Curs in the Weeds - Horse Feathers

Ég strengdi þess heit í byrjun sumars að skrásetja líf mitt þetta sumarið, bæði í myndum og orði, og birta það hér á síðunni (því ég elska að lesa gömlu bloggin mín...).
Eins og glöggir menn sjá, þá hef ég ekki staðið við það.
En það mun gerast.
Það mun gerast!

...einhvern tíma þegar ég er ekki að fara á næturvakt samt :)


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband