Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

Done With You - The Whitest Boy Alive

Sumarjobbið komið í hús!
Ég hoppa af gleði.
Bókstaflega.

7121_183369541801_518531801_3818581_3096096_n.jpg

Annars hefur litla persónulega bloggið mitt - sem enginn les sjálfviljugur nema Sandra, Fríða og stalkerarnir mínir tveir - fengið rúmlega 70 heimsóknir á 14 tímum.

Ég finn fyrir smá spéhræðslu.


Hollywood Kids - The Thrills

Celebið:

... alveg frekar kurteist celeb samt.

Þið verðið að afsaka hversu spennt ég er yfir þessu.
Ég hef bara aldrei komið í sjónvarpinu áður.

Eins og gefur að skilja tók ég náttbuxurnar vitanlega niður þegar ég sá að þetta var ekki bara nágranni minn að biðja um bolla af sykri.
En þær sjást nú þarna samt :)
(http://bergtora.blog.is/blog/bergtora/entry/1155357/)


Think You Can Wait - The National

Bænum mínum hefur verið svarað:

"Íþróttaþátturinn Mín skoðun sem Valtýr Björn Valtýsson hefur stýrt á útvarpsstöðinni X-inu í tæplega tvö ár hefur verið tekinn af dagskrá frá og með deginum í dag að telja.  Í stað íþróttaumfjöllunar í bland við létt dægurlög verður leikin tónlist milli klukkan 1 og 3 alla virka daga.  Þátturinn Mín skoðun var eini daglegi íþróttaþátturinn í íslensku útvarpi."
Heimild: http://www.sport.is/ithrottir/2011/04/04/min-skodun-blasin-af-a-x-inu.

Jeeeeeeess!!

Hahaha.
Það er langt síðan ég hef fengið jafn góðar fréttir.

(Sjá bæn mína hér).


The Millionaire Waltz - Queen

'Bring out the charge of the love brigade
There is spring in the air once again'

Þetta lag er vorboða-lagið mitt.
Vorboðinn ljúfi.

Svo byrjar þessi gleði líklegast á næstu dögum:

4464502555_54f133834b_z.jpg


Fot i Hose - Casiokids

Okei... þetta var random.

Ég var sem sagt heima að slæpast í náttbuxum að éta oreo kex (sjá mynd 1) og að reyna að koma mér í það að læra.

Mynd 1:
207483_10150214842961802_518531801_8495875_7481430_n.jpg

Ákvað svo að hendast upp á hlöðu.
Þó það sé ekki 'dress-code' á hlöðunni, þá ákvað ég nú samt að fara í buxur.

(Ég lofa að þetta buxna tal hefur tilgang)

Buxurnar voru inni í þvottahúsi þannig að ég fer þangað og klæði mig þar.
Svo ákveð ég að hita mér te, og þar sem maður þarf báðar hendur í það, hendi ég náttbuxunum yfir axlirnar á mér...

Á meðan vatnið er að hitna næ ég í bol og brjóstahaldara og er á leið inn í herbergi þegar einhver bankar á útidyrahurðina.
Ég, með náttbuxur vafðar um hálsinn og bol og brjóstahaldara í annarri hendinni, fer til dyra.

Sjáið þið þetta fyrir ykkur?
Gott.

Þegar ég opna dyrnar blasir við mér eftirfarandi:
-páskaegg numero 7 (sjá mynd 2)
-Gísli Einarsson
-tveir myndatökumenn
-einn hljóðmaður

Eruð þið engu nær um hvað var að gerast?
...ekki ég heldur.

Mynd 2:
snapshot_20110401_7.jpg

Gæinn útskýrði ekkert frekar ástæðu gjafarinnar.
Eina sem ég veit er að ég er mega sátt (sjá mynd 3).

Mynd 3:
snapshot_20110401_9.jpg

Takk fyrir mig, RÚV.

P.s. Ég verð líklegast ekki alveg jafn 'mega sátt' ef þessu verður sjónvarpað...


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband