Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Hello Sunshine - Syd Matters

Við frændsystkinin af BORG erum í þessu að plana að fara aftur í sumarbústaðarferð um jólin, eins og í fyrra.

Ég er upp á hlöðu að læra, og það er einum of erfitt að hlægja ekki bæði yfir því sem fer okkar á milli í skilaboðunum á facebook og  myndunum sem ég er að skoða frá seinustu ferð.

Nokkrar klassa myndir:

Föstudagskvöld:
14642_229846406801_518531801_4212219_4201489_n
Kvöldið byrjaði náttúrulega á pizzakexinu...

14642_229846421801_518531801_4212220_6602922_n
Klassi.

14642_229855041801_518531801_4212240_6955077_n
Svo var farið í Trivial Persuit, þar sem Þórunn og María unnu með yfirburðum.

14642_229855161801_518531801_4212253_5752803_n
Þegar Þórunn fór að undirbúa sig fyrir svefninn þá komst hún að því að sýrópsflaskan hennar (sem tekin var með til að hafa með skonsunum á sunnudeginum) hafði lekið.
Hún var mjög þakklát fyrir ráð móður sinnar að vefja flöskunni inn í eitthvað mjúkt svo hún myndi ekki brotna....

Laugardagurinn:
14642_229864691801_518531801_4212322_3668287_n
Morgunverður (ekkert fyndið við hann samt...)

14642_229864731801_518531801_4212323_2302168_n
Jólajólajólabjór.

Næst var lagst í piparkökuskreytingar...

14642_229864826801_518531801_4212326_6274650_n

14642_229874696801_518531801_4212350_1825743_n

14642_229874706801_518531801_4212351_447284_n
Hitler... og gyðingar auðvitað.

14642_229874801801_518531801_4212354_4487501_n
Dónafólk

14642_229884971801_518531801_4212397_2137621_n
"Ég trúi ekki að ég muni ekki hvað hann heitir" og Svampur Sveinsson. (Gunnar: "And to be a manager, you have to be a man. Otherwise they'd call it kid-ager. You understand-ager?")

14642_229894416801_518531801_4212444_2348539_n
Potta-trúnó.

Þrifin voru meira að segja skemmtileg:
14642_229894501801_518531801_4212447_2672959_n

Ég get ekki beðið eftir næstu ferð!


Eve, The Apple Of My Eye - Bell X1

Mig langar rosalega, ákaflega, gíkantískt mikið að geta bætt nokkrum dögum við komandi viku. Þó þeir séu ekki nema tveir / þrír.

Eða bæta nokkrum tímum við sólarhringinn.
Bara þar til næsta laugardags...

Má ég plís?


What You Know - Two Door Cinema Club

Skoðið frétt: http://www.kvikmyndir.is/KvikmyndirNews/entry/id/101877
Djöfull hefur þetta tekið langan tíma.
Ég bloggaði sko um þetta 2007...

Skoðið blogg: http://www.bergtora.bloggar.is/blogg/214594/Haegara_sagt_en_gert


Pink Bullets - The Shins

Svo lengi sem ég man eftir mér þá hefur það alltaf verið þannig að það er eitt eða tvö lög sem ég hlusta á aftur og aftur meðan ég er í próflestri.

Þegar ég er búin að lesa yfir mig, eða ef ég er ekkert búin að ná að lesa því ég er hreinlega of stressuð (svolítið mikið þannig í gangi í gær og í dag), þá hlusta ég á þessi lög og leyfi mér að gleyma stað og stund...

Í stúdentsprófunum árið 2009 var það t.d. lagið Looking At The Sun með Gramercy Arms. Og í jólaprófunum þar á undan voru það lögin Sökudólgur óskast og Þá kemur þú með Nýdönsk

Ég veit ekki nákvæmlega hvað það er sem veldur því að þetta eru alltaf bara eitt eða tvö lög, þar sem þetta er ekki einhver meðvituð ákvörðun hjá mér að hlusta á þessi lög... þetta gerist bara alltaf svona.

Í þessum prófalestri (sem er rétt að byrja, þannig að ég áskil mér allan rétt á að detta í ástarsamband með einhverjum öðrum lögum þegar lengra líður á) eru það lögin Pink Bullets og Strawberry Swing sem ég hlusta á svona 10x á dag....

8 daga í próf.
Ég dey.


Supposed To Be - Jack Johnson

Ég er að hugsa um að fara upp á hlöðu að læra... svo ég geti fengið mér ís!
Haha.

Er að velta fyrir mér að prófa bragðaref með Oreo-kexi.
Held það sé villt.

(Ekki að það sé ekki Vesturbæjarísbúðarútibú svona tæpum kílómetra frá húsinu mínu. Það er bara mikið meiri stemmning í að fara í orginalinn).


Death And All His Friends - Coldplay

Ég er orðin fastagestur í ísbúð Vesturbæjar.
Fer nánast þangað daglega eftir að ég byrjaði að fara upp á Þjóðarbókhlöðu til að læra.
(Hvernig væri þetta eiginlega ef ég byggi ennþá á Hagamelnum!?)

Annars er ég búin að vera frekar mikið dugleg við lesturinn síðustu daga.
Í dag var síðasti tíminn í Innganginum, þannig að næstu daga mun ég bara vera að lesa.
Nánara tiltekið þar til laugardagsins 25. september, en þá er Inngangsprófið.

...Ég veit ekki hversu góð ákvörðun það var að fá mér aðgang að HÍ-netinu.
Ég held ég fari niður og fái mér kaffi og snúi svo aftur að lestrinum.
Og svo verður auðvitað íspása á eftir!


Þá kemur þú - Nýdönsk

Þó ég biðji um nýja veðurspá er ekkert víst að úr henni rætist,
er áhugasamur um eigin gróður en haf aldrei verið veðurfróður.
Og lægðirnar sem leggjast á mig koma í veg fyrir að ég kætist.
Þegar dagurinn verður aldrei bjartur og hugurinn orðinn bikasvartur,
eins og óbotnaður fyrripartur, órímaður.

Ég er semí að enduruppgötva Nýdönsk þessa dagana...


Courage - The Whitest Boy Alive

Var ég á Þjóðarbókhlöðunni í allan dag að læra?
-Já.

Ætla ég að eyða öllum morgundeginum í bömmer á Þjóðarbókhlöðunni að læra því ég missi af Þingvallaferð Orator því ég var of sein að ákveða hvort ég ætti að fara eða ekki?
-Já.

Er það samt ekki pínu lán í óláni að það sé uppselt?
-Jú.

Er ég ekki samt búin að bæta það pínu upp með að eiga sjúklega kósý kvöld með bubblubaði, Vinum og kertaljósum?
-Semí.

Og er ég ekki að fara að detta í það í kveðjupartýinu hennar Siddý á laugardaginn?
-Mikið rétt.

Jaðra þessar spurningar við geðveiki?
-Alveg frekar mikið...

A Comet Appears - The Shins

Þetta eru þau lög sem ég valdi inn á Queen-mixið sem ég útbjó fyrir Önnu Hill.
Diskurinn fékk einfaldlega bara nafnið 'Queen'.
En hins vegar fékk hann undirtitilinn 'Fyrir lengra komna'.

queen_1024280.jpg
Eins og ég sagði hér einu sinni, þá er þetta eitt það erfiðasta sem ég hef nokkurn tíma gert, og ef ég væri að gera listann núna, eða ef ég myndi gera hann aftur, þá liti hann líklegast allt öðruvísi út!

Þetta er kannski svona svipað erfitt og ætla sér að búa til Friends-mix, með öllum bestu Friends þáttunum...


I'll Fight - Wilco

Pabbi sagði um daginn að hann væri kominn með hugmynd að bók: Bróðir minn lánshjarta.

Mér fannst það mjög fyndið.
(Fimmaurabrandarar eru mjög vinsælir innan fjöldskyldunnar...)


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband