Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

Timshel - Mumford & Sons

Gleymdi einu:

-Fríða kemur frá London á laugardaginn.
Djöfull er ég spennt

Og...

-Ég er að vinna um helgina.
Djöfull er ég svekkt.


Sunlight - Matt Pond PA

-Stúlkan sem lék sér að eldinum er loksins mætt á náttborðið mitt.
Djöfull er ég spennt.

-Er að fara á Inception í kvöld.
Djöfull er ég spennt.

-Fer til Svíþjóðar í ágúst.
Djöfull er ég spennt!


Þú átt mig ein - Vilhjálmur Vilhjálmsson

Afhverju, afhverju var ég ekki uppi á þessum tíma?
Afhverju, afhverju var ég ekki á þessum tónleikum?

Ég græt það daglega.

Við Anna Hill vorum á rúntinum um daginn þegar Spread Your Wings byrjaði í spilun á Gull Bylgjunni og hún upplýsti mig um það að hún hafði aldrei heyrt þetta lag.

Vitanlega fór ég í sjokk og ýjaði hún þá að því að ég myndi að útbúa disk fyrir hana með bestu Queen lögunum. 
Þá erum við ekki að tala um eitthvað Greatest Hits I, II og III copy/paste, heldur í alvöru bestu Queen lögin.

Ég veit ekki hversu mikil alvara var í þessu hjá henni, (þetta var mögulega svona Barney móment - "challenge accepted"), en ég tók allavega mjög vel í þetta.

Eins og fólk man kannski, þið sem hafið þekkt mig í ágætis tíma, þá lifði ég fyrir Queen frá 9. bekk í Réttó til 5. bekkjar í Versló.

Rakst einmitt á þessa mynd fyrr í kvöld:
186467886_1012175.jpg
Nfvi myndin í 4. bekk - Queen átti hug minn allan.

Birti kannski lagalistann þegar diskurinn (hugsanlega verða þeir tveir samt) er til.


Can't Stop Singing - Uriah Heep

Sumir dagar eru þannig að allt virðist ætla að fara downhill.
Dagurinn í dag var þannig hjá mér...

Þegar við Birgir vorum að gera okkur til fyrir vinnuna í morgun þá virtist ekkert ætla að ganga upp hjá honum. Ég var næstum búin að fá hann til að vera heima því ég fann á mér að þetta myndi halda svona áfram hjá honum.

Nema hvað, þegar við mætum í vinnuna þá snérist ógæfan yfir á mig.
Allt sem gat farið úrskeiðis fór úrskeiðis.
Samt fékk ég engin blóm...

En ég kýs að líta á þetta svona:
Dagurinn var það ömurlegur að hvað sem gerist í kvöld getur ekki verið verra en það sem gerðist í dag. Það er föstudagur og ég fæ bjór í kvöld.

Kv. bjartsýna gellan.


I'm Only Sleeping - The Beatles

Við Fjóla höfum ákveðið að ferðast aðeins meira saman þetta árið.
Nú verður farin hringferð um landið.

Leggjum af stað eftir vinnu mánudaginn 2. ágúst og komum líklegast til baka 6. eða 7.

Annars var ég að klára fyrri dagvakt í dag og er semí búin á því, þannig að ég ætla að hafa það kósý það sem eftir er af degi.
Er að taka til í iTunes (ekki sjaldgæf iðja hjá mér) og svo bíða mín seinustu tveir þættirnir af O.C.

Síðar.


Fairytale Lullaby - Bombay Bicycle Club

inception-poster

Ég er svo mikið að bíða eftir því að þessi mynd komi í bíó!

*

15476541x

Var líka ógeðslega mikið að bíða eftir að þessi plata kæmi út.
En varð fyrir semí vonbrigðum, allavega svona við fyrstu hlustun.

Það eru reyndar nokkur góð og kósý lög að finna þarna, en ég er ekki sátt við þessa nýju stefnu hjá sveitinni. Ég var að vonast til að þeir myndu halda sig við ókósý lögin á plötunni I Had The Blues But I Shook Them Loose.

Upprunalega útgáfan af Dust On The Ground finnst mér t.d. margfalt betri en órafmagnaða útgáfan...

Upprunalega útgáfan:


Acoustic:


Slow Show - The National

Ég finn góða lykt.
Ég finn lykt af djammi!

Enda löngu kominn tími til...


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband