Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

Caesar - I Blame Coco feat. Robyn

Helgin, sem átti að verða helgi þriggja djamma, varð að einskis djamms helgi.
En hún varð samt alveg helgin hin ágæstasta.

Á föstudaginn smakkaði ég sushi í fyrsta skipti.
Ó minn guð hvað það er gott!

Við Anna Hildigunnur fórum á Osushi í Iðuhúsinu því þar er, samkvæmt henni, besta sushi-ið.
Ég get ekki staðfest að það sé best, en gott var það allavega.
Ég sé alveg fram á að vera fastagestur þar...

shusi_001.jpg

shusi_003.jpg
Mmmm !!

Á Laugardaginn lögðum við frænkurnar María og Þórunn í smá ferð upp í Ölver til að heimsækja Hildi, sem er að vinna þar.

_lver_002_1003808.jpg
Svona miðar héngu á öllum hurðum og út um alla veggi.

_lver_001.jpg
Ungfrú Íslandsnudd?

_lver_005.jpg
Uppstoppaður páfagaukur... eitt það ógeðslegasta sem ég hef séð.

_lver_007.jpg_lver_011.jpg
_lver_010.jpg
Kaldhæðni eins og hún gerist best.

_lver_014.jpg
Hveitibollur í boði Ölvers... og Justin Bieber auðvitað.

_lver_018.jpg

_lver_021.jpg
Hildur í netinu.

_lver_026.jpg
_lver_027.jpg

_lver_046.jpg

_lver_049.jpg

_lver_048.jpg

_lver_054.jpg
_lver_055.jpg
_lver_056.jpg

Eftir að hafa truflað Hildi í vinnunni, borðað matinn frá litlu stelpunum í Ölveri, bölvað í kristilegum sumarbúðum og gleymt okkur í leiktækjunum fór Þórunn með okkur til Akraness og sýndi okkur þann stórmerkilega kaupstað.

Á Akranesi fengum við okkur svo pizzu á einhverjum local stað þarna sem ég man ekkert hvað ég heitir, en hún var meganæs:

_lver_062.jpg

Ég lofa svo að fara að taka mig á í djamminu.
Þetta er engan veginn nógu töff!


Babe, I'm Gonna Leave You - Led Zeppelin

Toy Story 3 = Best, best best!

Fór á 3D með ensku tali.
Ætla að fara aftur og taka þetta old school - 2D með íslensku tali.


Half Mast - Empire Of The Sun

Í gegnum árin hefur hnetusmjör oft ratað inn á bloggið mitt.
Og ástæðan fyrir því er mjög einföld - Ég lifi fyrir hnetusmjör.

Hér áður fyrr var það aðeins Peter Pan hnetusmjör og annað hvort borðað ofan á brauð (engin sulta, takk) eða bara beint upp úr dollunni (algengast og best).

hfst605
Crunchy - Mjög mikilvægt!

Núna kýs ég hins vegar hnetusmjör án kransæðastíflu.
En ennþá er það samt best beint upp úr dollunni.

Einhvern tímann var mér bent á að það væri gargandi snilld að hræra saman hreinu skyri og hnetusmjöri og hef ég verið háð því síðan.

Nýjasta æðið hjá mér er að blanda saman hnetusmjöri og túnfiski.
Ég veit. Þetta hljómar ekki vel.
En trúið mér, ef þú diggar hnetusmjör og ef þú fílar túnfisk þá munt þú elska þessa blöndu.
Og um að gera að hafa nóóóg af smjerinu.

tuna_002.jpg
Túnfisks-hnetusmjörsgummsið sem ég kjammsaði á áðan.
(Mögulega ógirnilegsta matar-mynd sem ég hef tekið).

Annars held ég að allt sé gott með hnetusmjörinu góða.
Er að hugsa um að prófa að skella því í hafragrautinn á morgun...

*

Frekar áhugavert að ef þú skrifar "hnetusmjör" í myndaleit Goggle þá færðu mynd af mér...


Little Lion Man - Mumford & Sons

Ég var að skoða bíósíðurnar í Morgunblaðinu í vinnunni um daginn og fattaði þá að ég hef ekki farið í bíó í tæplega ár.

Síðasta mynd sem ég sá í bíó mun vera Hangover !

Eftir að hafa verið grýtt af hneyksluðum samstarfsmönnum mínum ákvað ég að þessu yrði ég að kippa í liðinn og stefni því á að fara á Toy Story 3 á morgun.

toy-story-3

Finnst það vera fullkomin mynd til að missa nánast endurfæddan bíó-meydóminn...


Not For All The Love In The World - The Thrills

Ég var að skoða facebook síðuna 'Dagbók borgarstjóra' rétt í þessu og sá þá eftirfarandi mynd sem ég kannaðist ískyggilega mikið við:

35434_109867959060263_108499422530450_71349_7953737_n

Ég var eiginlega bara mjög viss um að ég hefði tekið þessa mynd...

En svo áttaði ég mig á því að fyrir ári síðan tók ég mynd á nákvæmlega sama stað:

4703_106797431801_518531801_2737436_1285217_n

Eðlileg eftirtektarsemi?


What if? - Bombay Bicycle Club

Var að klára lokaþáttinn af Glee.
Glee.
Best.

*

KR-FH í gangi.
KR.
Best.

*

Búin að hlusta á nýjustu plötu Bombay Bicycle Club, I Had The Blues But I Shook Them Loose, endalaust í dag.
I Had The Blues But I Shook Them Loose.
Best.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband