Bloggfærslur mánaðarins, október 2010
You've Got Her In Your Pocket - The White Stripes
12.10.2010 | 21:18
Ég var í rúmar 15 mínútur á leiðinni heim af hlöðunni áðan.
Á hjóli.
Hefði verið fljótari ef ég hefði ekki villst í Fossvogskirkjugarðinum.
Jebb.
Ég þurfti sem sagt að fara í gegnum kirkjugarðinn því það eru einhverjar framkvæmdir í gangi á stígnum fyrir neðan.
Ég hélt ég myndi deyja.
Ég man eftir að sr. Pálmi talaði einu sinni um að honum finnist fátt betra en að fara í göngutúra í kirkjugörðum á kvöldin.
Sorrymeðmig, en ég get ekki annað en sakað hann um lygar.
Þetta er allt annað en kósý!
Það var alveg nógu drungalegt að hjóla framhjá flugvellinum og þar í þessu myrkri.
En þetta var samt frískandi...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Broken Horses - Freelance Whales
7.10.2010 | 17:44
Fuglasöngur er það.
Ég náði sem sagt innganginum!
Það er þó bara fyrsta skrefið.
*
Það voru 158 sem náðu.
91 sem féllu.
Og 17 voru fjarverandi.
Í gærkvöldi stóð samt að það hefðu 157 náð og að þeir væru 18 sem voru fjarverandi.
Skil ekki hvernig stendur á þessu...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Peacetime Resistance - Kings Of Convenience
6.10.2010 | 18:13
Heimsendir eða fuglasöngur?
Ég fæ að vita það von bráðar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
I Will Follow You into the Dark - Death Cab For Cutie
6.10.2010 | 16:22
Shit.
Shit.
Shit.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Window Blues - Band Of Horses
4.10.2010 | 17:14
Eins mikið og ég elska sumarið, þá held ég að ég elski haustið meira.
Ég elska kósý-fílinginn sem fylgir haustinu.
En mest af öllu elska ég samt veturinn.
Ég elska snjóinn.
Ég elska kuldann.
Ég elska jólastúss.
Ég elska samt vorið líka.
Ég elska þegar grasið byrjar að grænka og laufin byrja að springa út.
Ég elska þetta allt saman!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nothing To Give - White Lies
3.10.2010 | 20:05
Ég bjó til hafragraut í morgun sem bragðaðist eins og piparkökudeig.
Það var delicious!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Two Weeks - Grizzly Bear
2.10.2010 | 11:47
Ég hata að horfa á eitthvað fyndið þegar ég er á hlaupabrettinu í Laugum.
Það sleppur að hlægja að einhverju þegar vinur manns er á næsta bretti, en ef þú ert þarna einn á föstudagskvöldi þá er það bara pure awkward.
Þú ert alveg nógu skrítinn fyrir, ef þú velur ræktina fram yfir djammið...
Það versta við það samt að horfa á eitthvað fyndið á hlaupabrettinu er að þegar mér finnst eitthvað fyndið, þá fær heimurinn yfirleitt að vita af því.
Þegar mér finnst eitthvað í alvöru fyndið þá mun ég hlæja, hvort sem mér eða þér líkar það betur eða verr.
Og ég mun hlægja hátt.
Annars er ég alltaf að gera eitthvað vandræðalegt í Laugum.
En það er alltaf sama fólkið þarna á sama tíma og ég, þannig að þau eru orðin vön því.
Ég gæti sungið "Höfuð, herðar, hné og tær" fullum hálsi og gert hreyfingarnar með (að sjálfsögðu) og enginn myndi kippa sér upp við það.
Þetta er svona unconditional love milli mín og Laugar-fríkanna, vina minna.
En annars þá sé ég fram á góðan eftirmiðdag og jafnvel enn betra kvöld, þannig að ég ætla að vera dugleg að læra þangað til, svo ég geti notið seinni hluta dagsins til fulls!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)