Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
Hawaii - Mew
27.1.2010 | 12:50
Eftir að hafa látið klippa lásinn á skápnum mínum í Laugum í þriðja sinn, þá ákvað ég að fjárfesta í talnalás...
Í eitt skiptið týndi ég lyklinum í tækjasalnum (Sjá blogg um það hér). En í hin tvö skiptin læsti ég lykilinn inni í skápnum (í síðara skiptið var ég bara á handklæðinu og þurfti því að senda ókunnuga konu upp í afgreiðslu til að sækja starfsmann með klippur).
Þetta er ekki eðlilegt, er það nokkuð?
Annars er ég að fíla veðrið úti.
Það er kominn pínu vorhugur í mig.
Semí hættulegt samt þar sem það er ennþá janúar! Það snjóar örugglega á morgun bara af því ég sagði þetta.
En ég er komin á fullt að skipuleggja interrailið okkar Fjólu.
Nánari upplýsingar um það síðar.
Svo gerðum við Sandra smá leyndarmál í gær.
Ég er ennþá að hlæja af þessu.
Einnig nánari upplýsingar um það síðar .
Ég er farin út að taka vormyndir (öskrandi draumhyggja).
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Too Too Too Fast - Ra Ra Riot
23.1.2010 | 11:32
Nú er Þorrinn víst genginn í garð, og með öllu því ógeði sem honum fylgir.
Sorry, en ég kaupi það ekki að fólki finnist þorramatur í alvöru góður.
Ég hef að vísu ekki smakkað hann sjálf.
En ef einhver vill að ég borði sviðakjamma eða súrsaða hrútspunga, þá þarf sá hinn sami að búa yfir gríðarlegum sannfæringarkrafti!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Spread Your Wings - Queen
21.1.2010 | 10:09
Players-stelpurnar komu til mín í fyrradag, og eins og mig grunaði þá var ekki mikið spilað.
Veitingarnar voru hins vegar glæsilegar.
Ég bakaði sjúkar muffins.
Banana og súkkulaðibita muffins að hætti Jóa Fel.
Það voru nú ekki margar myndir teknar þetta kvöldið, en hér eru tvær þeirra:
(Smellt er á mynd ef óskað er eftir að sjá hana stærri).
*
Eins og ég sagði í síðustu færslu þá vann ég fyrstu vaktina mína á Bjarna Fel í gær.
Ég er semí að elska þennan vinnustað.
Það kemur mér reyndar ekkert mikið á óvart að mér skuli líka svona vel þarna þar sem mig langaði helst til að skjóta mig á hverjum degi þegar ég var í bakaríinu.
Miðað við bakaríið er Bjarni Fel himnaríki.
Nei, betra en það.
Á Bjarna Fel er ég í sjöunda himni og fæ ég mér bjór og burger með Guði.
...og svo vaskar hann upp og á meðan ég horfi á leikinn.
Lífið er stundum svo ljúft.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Missed the Boat - Modest Mouse
19.1.2010 | 10:43
19. janúar 2010.
Fyrsti dagur EM í handbolta í dag.
Búin að bíða eftir þessum degi of lengi.
Ég átti að vinna fyrstu vaktina mína á Bjarna Fel í kvöld, en ég fékk að flytja hana yfir á miðvikudagskvöldið.
Það kemur reyndar handbolta voða lítið við.
Málið er að ég er búin að bjóða Önnu Hildigunni, Velinu og Guðrúnu Lilju heim í kvöld að spila Hearts.
Við byrjuðum á þessu í haust, að hittast heima hjá einhverri okkar og spila Hearts. Við erum búnar að hittast þrisvar, en við höfum hins vegar bara spilað einu sinni...
Þessi hittingur hefur eiginlega snúist upp í það hver kemur með besta snarlið og sóðalegasta slúðrið.
Ég ætla að leggast yfir kökubækurnar hennar mömmu á eftir, finna mest djúsí köku ever og rústa þessari óáþreifanlegu keppni.
Þær eiga ekki séns í mig.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
The Build-Up - Kings of Convenience
18.1.2010 | 11:20
Ég datt inn á gamla bloggið mitt, http://nasaflah.blogcentral.is/, fyrir nokkru og lá yfir því í nokkra tíma.
Ég las allar færslunar. Trúið mér, það er afrek!
Enda var ég öflugasti bloggari Gullbringusýslu árin 2006 og 2007.
Skemmtilegast fannst mér að sjá hve mikið ég hef þroskast (mér var samt eiginlega fremur létt en skemmt).
Best fannst mér samt að lesa hvað ég var að bralla þegar ég var 16 ára og sá ekki sólina fyrir Freddie Mercury. Þegar ég var að stíga mín fyrstu skref í Verslunarskólanum og gerði allt sem í mínu valdi stóð til að breytast ekki í vitgranna pabbastelpu sem dagdreymir um nýtt skópar í alþjóðafræði 203.
Ég skil ekki enn hvernig ég meikaði 4 ár í þessum skóla.
Allavega.
Ég fór að velta því fyrir mér áðan afhverju ég hefði ekkert bloggað síðan í apríl 2009. Og ég er nokkuð viss um að ég viti ástæðuna; Ég er ekki í skóla.
Heimavinnan er ástæðan fyrir öllum þessum bloggfærslum í sínum tíma. Heimavinnan er einnig ástæðan fyrir of hreinu herbergi og yfirnáttúrulegu sjónvarpsáhorfi.
Okei, smá ýkjur.
En samt, ég horfði t.d. alltaf á Nágranna kl. 17:30 á virkum dögum.
Nágrannar er mögulega leiðinlegustu þættir sem framleiddir hafa verið!
En þegar maður hefur setið yfir skólabókum frá kl. 08:10 þá er auðvelt að sannfæra sjálfan sig að Nágrannar séu þættir sem ekki má missa af.
Ég hef varla kveikt á sjónvarpinu mínu síðan í vor.
Og ég sakna þess ekki neitt.
Nágrannar verða svo líklega aftur bestu vinir mínir í haust þegar ég byrja í lögfræðinni...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)