Við erum KR - Bubbi Morthens

Víkingur - KR í kvöld.
Blendnar tilfinningar í gangi...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Víkingur tekur þetta 3-1, þú ert svikari að halda með KR.

Róbert Spanó (IP-tala skráð) 11.5.2011 kl. 14:31

2 Smámynd: Bergþóra

Hr. Spanó, væri ég ekki frekar svikari ef ég myndi allt í einu dissa KR fyrir Víking, bara því þeir eru hættir að sökka? Bæði liðin eiga samt sérstakan stað í hjarta mér, og ég held eiginlega með báðum liðunum... Sem er alveg frekar erfitt. Ég spá samt að leikurinn fari 2-1 KR í vil.

Bergþóra, 11.5.2011 kl. 16:39

3 identicon

Þeir sem búa í Fossvogi, og hafa gert í lengri tíma, ættu að styðja sitt Víking - eðli málsins samkvæmt. Víkingur í Reykjavík hefur verið starfandi í 103 ár og átt góðu gengi að fagna í gegnum árin; liðið var til að mynda íslandsmeistari sumarið 1991. Knattspyrnufélag Reykjavíkur hefur verið rekið eins og gróðramaskína undanfarin tuttugu ár, sbr. frétt á www.fotbolti.net þar sem félagið hafnaði að selja ungan leikmann sem þeir vilja ekki leyfa að spila þar sem þeir reikna með að fá meiri pening fyrir hann eftir eitt til tvö ár.

Það hefur alltaf verið mikill hiti á milli þessara liða, enda tvö af elstu knattspyrnufélögum landsins og ein af þeim sigursælustu í gegnum tíma. Það er því algjörlega fráleitt að halda með báðum liðum, þú verður einfaldlega að velja þitt lið. Ef KR verður fyrir valinu mun hverfisráð Fossvogsins fara fram á það í næstu viku að lögheimili þitt verði flutt í burtu frá Víkinni og í átt að Frostaskjóli, sbr. það þegar Gunni gamli ákvað að hann væri KR-ingur eftir Víkingur féll niður í fyrstu deild haustið 2007. Sýslumaðurinn í Reykjavík færði lögheimili hans úr Víkinni og í Hæstarétti var sú ákvörðun staðfest af þremur af fimm dómurum - lögheimili hans var því fært niður í Vesturbæ ex officio.

RRS.

Róbert Spanó (IP-tala skráð) 11.5.2011 kl. 17:31

4 Smámynd: Bergþóra

Ég kann mjög illa við að sæta slíkum afarkostum. Svo veit ég ekki betur en að ég hafi þann rétt skv. 74. gr. stjskr. að tilheyra báðum félögunum.

En til að gera þér til geðs, þá vel ég KR - allan daginn, alltaf! Sérstakega þar sem ég reikna með að flytja lögheimili mitt í Lögberg í haust og verð þá aftur orðinn löggiltur KR-ingur!

Annars er ég mjög forvitin að vita hver þetta er.
Er samt með ákveðinn aðila í huga...

Bergþóra, 11.5.2011 kl. 18:44

5 identicon

Róbert, af hverju þurftirðu að draga Gunna gamla inn í þessa umræðu? Við vitum báðir að þetta mál var hið neyðarlegasta bæði fyrir hann og hans fjölskyldu og umtalið sem þetta skapaði í Fossvoginum var sérstaklega vandræðalegt. Umræðan um þetta mál var loksins að fjara út en nú þurftirðu að vekja þetta aftur til tals með þínum athugsemdum á þessu vinsæla Fossvogsbloggi. Skammstu þín.

Kveðja, BTM.

Big "Tits" McGee (IP-tala skráð) 15.5.2011 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband