Lost In The Post - The Wombats
24.3.2011 | 09:03
X-ið er klárlega sú útvarpsstöð sem ég hlusta mest á.
Það heyrir til undantekninga að þeir spili lög sem ég fíla ekki.
Svo eru þættirnir margir hverjir ekki af verri endanum:
Harmageddon.
Gufuvélin.
Glymskrattinn.
Laugardagskaffi.
Það eru hins vegar 2 þættir sem ég get ekki hlustað á,
og skil ekki hvað eru að gera á þessari stöð...
Fótbolti.net.
Mín skoðun.
Ég veit til þess að það séu margir hlustendur x-ins sem vilja t.d. ekki sjá indírokk(/-popp), rafpopp eða þess háttar tónlist.
Sem ég skil alveg... þó ég fíli það að vísu í botn.
En ég fæ bara ekki skilið afhverju íþróttaþættir lifa svona góðu lífi á þessari stöð.
Okei.. fótbolti.net sleppur alveg.
En Mín skoðun?... Með Valtý Birni?
Drepið mig.
*
Plan dagsins:
Fara yfir réttarsögu = þetta verður langur dagur.
Athugasemdir
Bara svo hjartanlega sammála! Sérstaklega með Mín skoðun. En x-ið er að gera góða hluti í exeter ;)
Fríða (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.