You've Got Her In Your Pocket - The White Stripes
12.10.2010 | 21:18
Ég var í rúmar 15 mínútur á leiðinni heim af hlöðunni áðan.
Á hjóli.
Hefði verið fljótari ef ég hefði ekki villst í Fossvogskirkjugarðinum.
Jebb.
Ég þurfti sem sagt að fara í gegnum kirkjugarðinn því það eru einhverjar framkvæmdir í gangi á stígnum fyrir neðan.
Ég hélt ég myndi deyja.
Ég man eftir að sr. Pálmi talaði einu sinni um að honum finnist fátt betra en að fara í göngutúra í kirkjugörðum á kvöldin.
Sorrymeðmig, en ég get ekki annað en sakað hann um lygar.
Þetta er allt annað en kósý!
Það var alveg nógu drungalegt að hjóla framhjá flugvellinum og þar í þessu myrkri.
En þetta var samt frískandi...
Athugasemdir
haha frábær endasetning! Mjög svo á bjartsýnu nótunum! ;) Elska samt hvað þú ert mikið heilsufrík algjörlega án þess að ælta þér það!
Fríða (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 21:33
btw. ástæðan fyrir því að ég er ekki búin að kommenta í svoldinn tíma er sú að ég er komin með nýja tölvu þar sem bloggið þitt er ekki save-að í favorites (sem það var í hinni ;) og ég var alltaf að slá inn bergtora.blogg.is. Sem er greinilega bara algjör vitleysa og ég skildi aldrei neitt í því afhverju tölvan fann það aldrei!
kv. Sú ljóshærða
Fríða (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 21:36
Ég elska hvað þú ert mikil dúlla, án þess að ætla þér það :)
Sakna þín!
Bergþóra, 12.10.2010 kl. 21:37
ég fíla ekki kirkjugarða á kvöldin!
Fjólan, 13.10.2010 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.