Two Weeks - Grizzly Bear
2.10.2010 | 11:47
Ég hata að horfa á eitthvað fyndið þegar ég er á hlaupabrettinu í Laugum.
Það sleppur að hlægja að einhverju þegar vinur manns er á næsta bretti, en ef þú ert þarna einn á föstudagskvöldi þá er það bara pure awkward.
Þú ert alveg nógu skrítinn fyrir, ef þú velur ræktina fram yfir djammið...
Það versta við það samt að horfa á eitthvað fyndið á hlaupabrettinu er að þegar mér finnst eitthvað fyndið, þá fær heimurinn yfirleitt að vita af því.
Þegar mér finnst eitthvað í alvöru fyndið þá mun ég hlæja, hvort sem mér eða þér líkar það betur eða verr.
Og ég mun hlægja hátt.
Annars er ég alltaf að gera eitthvað vandræðalegt í Laugum.
En það er alltaf sama fólkið þarna á sama tíma og ég, þannig að þau eru orðin vön því.
Ég gæti sungið "Höfuð, herðar, hné og tær" fullum hálsi og gert hreyfingarnar með (að sjálfsögðu) og enginn myndi kippa sér upp við það.
Þetta er svona unconditional love milli mín og Laugar-fríkanna, vina minna.
En annars þá sé ég fram á góðan eftirmiðdag og jafnvel enn betra kvöld, þannig að ég ætla að vera dugleg að læra þangað til, svo ég geti notið seinni hluta dagsins til fulls!
Athugasemdir
flottur bolur! væri gott að eiga eitt stikki svona..;)
Fjólan, 2.10.2010 kl. 13:47
Gaur.... hvað þykist þú ætla að gera í kvöld? :)
Sandra (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 18:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.