Caesar - I Blame Coco feat. Robyn
27.6.2010 | 15:20
Helgin, sem átti að verða helgi þriggja djamma, varð að einskis djamms helgi.
En hún varð samt alveg helgin hin ágæstasta.
Á föstudaginn smakkaði ég sushi í fyrsta skipti.
Ó minn guð hvað það er gott!
Við Anna Hildigunnur fórum á Osushi í Iðuhúsinu því þar er, samkvæmt henni, besta sushi-ið.
Ég get ekki staðfest að það sé best, en gott var það allavega.
Ég sé alveg fram á að vera fastagestur þar...
Á Laugardaginn lögðum við frænkurnar María og Þórunn í smá ferð upp í Ölver til að heimsækja Hildi, sem er að vinna þar.
Svona miðar héngu á öllum hurðum og út um alla veggi.
Uppstoppaður páfagaukur... eitt það ógeðslegasta sem ég hef séð.
Kaldhæðni eins og hún gerist best.
Hveitibollur í boði Ölvers... og Justin Bieber auðvitað.
Eftir að hafa truflað Hildi í vinnunni, borðað matinn frá litlu stelpunum í Ölveri, bölvað í kristilegum sumarbúðum og gleymt okkur í leiktækjunum fór Þórunn með okkur til Akraness og sýndi okkur þann stórmerkilega kaupstað.
Á Akranesi fengum við okkur svo pizzu á einhverjum local stað þarna sem ég man ekkert hvað ég heitir, en hún var meganæs:
Ég lofa svo að fara að taka mig á í djamminu.
Þetta er engan veginn nógu töff!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.