Vestmannaeyjabær - Karlakórinn Fóstbræður
4.4.2010 | 15:21
Páskaegg og Með allt á hreinu.
Myndin er reyndar bara rétt hálfnuð en páskaeggið er nánast búið.
Þannig að þetta er ekki alveg í réttum hlutföllum.
En góð blanda samt.
*
Við Players stelpur + Anna Marsý hittumst í gærkvöldi og spiluðum Monopoly, að minni ósk.
Ég var Monopoly (ath. mónópólí) lúði hérna á árum áður.
Keypti hótel á Kringluna og mokaði svo inn peningunum.
Eða 'stadium' á Sir Alex Ferguson ef það var keisið.
En í gær varð ég gjaldþrota fyrst af öllum - og tapaði fyrir Monopoly-jómfrú.
Villy var einokunarsinni kvöldsins.
(Ég er ekkert tapsár sko... Haha.)
*
Við Gunnar skelltum okkur upp á Esju á miðvikudaginn.
Það var alveg semí mikil klikkun.
Ísjökul kalt og sjúklegur vindur.
En við meikuðum á toppinn og aftur niður... tæplega samt.
Keðjan var snjóuð niður, og það var gríðarlegur bratti fyrir neðan.
Ég sendi Gunnar á undan svo mamma þyrfti ekki að kveðja tvö börn á einum degi.
Á toppnum hafði einhver skilið eftir tóma Captain Morgan flösku.
Fimmaura-faninn ég hafði orð á því að sá aðili sem skildi hana eftir hafi farið á botninn á toppnum.
Annars held ég að ég sé aðeins of tjilluð yfir þessu InterRaili.
Ætla samt að reyna að sökkva mér í þetta í dag.
Það er nefnilega alveg heví margt sem ég þarf að gera.
...Og ég fer út á fimmtudagsmorgun!
Við Önnur (Marsý og Hildigunnur) ætluðum að gleyma stað og stund í Singstar í kvöld, en okkur var meinað um húsnæði, þannig að kvöldið er enn óráðið.
En gleðilega páska!
-Grísir gjalda, gömul svín valda.
Athugasemdir
ánægð með að þú hafir ferið upp á esjuna! við eigum eftir að fara í snjóbyl.. haha.. kannskski einum of?
Sólveig var einmitt spyrja hvort ég væri ekki orðin spennt.. ég er bara ekki alveg að átta mig á því að ég á eftir að taka á móti þér í madrid á fimmtudaginn í ÞESSARI viku!! 4 dagar!
p.s þarft að fá jakkann hjá jóni og 4 túpur.. (2sólvarnir og 2aloeveratúpur)
Fjóla =), 4.4.2010 kl. 17:16
Var samt ekki smá haglél þegar við fórum upp? Haha...
Ég er ekki alveg að kaupa að ég sé að fara út á fimmtudaginn. Það er reyndar komin smá mynd á farangurinn minn núna þannig að ég er alveg farin að hlakka smá til :)
Ég fer í þetta á morgun, (4 túpur í viðbót? hahaha, notarðu hálfa túpu á dag eða?)
Bergþóra, 4.4.2010 kl. 18:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.