Millonaire Waltz - Queen
27.3.2010 | 00:17
Ég hlusta alltaf á þetta lag þegar ég kemst í vorfíling.
Sem gerðist einmitt í dag.
(Það var ennþá föstudagurinn 26. mars þegar ég byrjaði á færslunni).
Hillzenegger beilaði á Esjunni, og ekki nennti ég ein, þannig að ég var bara eitthvað að dúlla mér í dag.
Tók nokkrar myndir af nýútsprungnum laufum, hjálpaði pabba aðeins í garðinum, bjó mér til ískaffi, plantaði mér út í garð og las smá í nýju uppáhalds bókinni minni; Ævintýri góða dátans Svejks (afhverju ég er fyrst að lesa hana núna skil ég ekki), grillaði svo nokkra burgers með pabba, fór í klippingu hjá mömmu í þvottahúsinu heima (basic) og endaði svo í ræktinni.
Ekki beint stórbrotinn dagur...
En góður samt.
Ég tók einmitt myndir af laufunum á þessu sama tré í haust.
Finnst samt eins og það hafi verið í gær...
Smá litamunur á þessum myndum.
Hérna eru svo tvær, nokkuð gamlar, myndir sem ég ætlaði alltaf að setja inn:
Afmæliskakan hans Birgis, sem var sjú-húk!
Hér er svo afmælisgjöfin frá mér til Birgis.
(Maður má gera svona þegar maður er atvinnulaus).
Athugasemdir
æjji elskan..... maður fær alltaf vatn í munninn við að lesa bloggið þitt og skoða myndir af kökum..... hvenær má ég ættleiða þig? ;)
og já... mjög basic að fara í þvottahúsið í klippingu ;)
Sandra Heimisdóttir (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 20:28
flottar myndir.. sérstaklega þessi sem þú málaðir!
elska vorin.. þá er allt af lifna við bæði blóm og menn! meiri orka og gleði..:)
Fjóla =), 28.3.2010 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.