Love Long Distance - Gossip
26.3.2010 | 11:28
Ég vaknaði með fiðrildi í maganum.
Og þau eru enn á sveimi.
Fjóla fór af landi brott fyrir rúmlega tveimur tímum.
Ég mun ekkert sjá hana fyrr en 8. apríl, þegar hún tekur á móti mér á flugvellinum í Madríd.
Eftir svona 2 eða 3 tíma verður Fjóla komin til Tenerife.
Þann 7. apríl mun hún svo fljúga þaðan til Madrídar og hitta Laufeyju, vinkonu sína sem vinnur þar sem Au Pair.
Partýið mun samt ekki hefjast fyrir alvöru fyrr en ég mæti á staðinn þann 8.
Ég elska að geta ekki sagt ykkur frá ferðaplönum okkar Fjólu... því þau eru engin.
Við erum búnar að ákveða til hvaða landa við ætlum og einhverja staði í þeim löndum sem við ætlum 100% að sjá.
En annað vitum við ekki.
Það mun m.a. ráðast af veðri og lestaferðum (næturlestunum t.d.) hvert við förum.
Ég veit um einhverja sem hafa farið í svona ferð og verið búin að skipuleggja hana algjörlega.
Ég veit líka um nokkra sem hafa farið og aðeins skipulagt hluta ferðarinnar.
Einnig veit ég um fólk sem hefur farið án þess að vera búið að skipuleggja nokkuð.
En þau hafa öll skemmt sér jafn vel.
Það gæti vel verið að það fari allt "til fjandans" hjá okkur Fjólu.
Að við endum t.d. í Austurríki í stað Sviss.
Eða að við gleymum að sjá klassa staði eins og Effelturninn.
En þannig viljum við hafa það.
*
Ég ætlaði samt að tjá mig um allt aðra hluti en InterRailið þegar ég settist við tölvuna..
Ég fór sem sagt út að skokka í gær.
Ég gleymi því reglulega hvað það er mikið betra að hlaupa í Fossvogsdalnum heldur en á brettinu í Laugum.
Það var líka svo fullkomið hlaupaveður í gær...
Í fyrsta lagi var heiðskýrt og ógeðslega stjörnubjart.
Í öðru lagi var enginn vindur.
Í þriðja lagi var hitastigið fullkomið; nógu kalt til að fá blóðbragð í lungun (elska það) en nógu hlýtt til að vera á peysunni.
Í Fossvogsdalum er heldur enginn skúringakona sem byrjar að skúra gangstéttina við hliðina á þér.
Og í Fossvogsdalnum getur þú ekki dottið af gangstéttinni.
Athugasemdir
"Í Fossvogsdalum er heldur enginn skúringakona sem byrjar að skúra gangstéttina við hliðina á þér.
Og í Fossvogsdalnum getur þú ekki dottið af gangstéttinni."
HAHAHHAHAHAHAHAHAHA snilli!
Ingibjörg (IP-tala skráð) 26.3.2010 kl. 12:42
Haha, ég segi bara sannleikann .
(*engin skúringakona).
Bergþóra, 26.3.2010 kl. 13:01
það er ágætt að þú komir á eftir mér svo þú getir tekið hitt og þetta með út til mín.. hihihi...
Fjóla =), 28.3.2010 kl. 21:55
Skemmtilegt að lesa bloggið þitt mín kæra.
Svandís (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 13:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.