The Cave - Mumford & Sons

Vá, hvað ég myndi aldrei meika það að vera heimavinnandi húsmóðir.
Aldrei, aldrei.

Ég er búin að vera atvinnulaus núna í tæplega mánuð og ég er að verða geðveik.
Ég er ekki gerð fyrir svona rútínuleysi.

Mamma er samt alveg svona lúmskt sátt með að ég sé ekki að vinna.
Ég hef nefnilega tekið að mér þvott, tiltekt og matarinnkaup heimilisins að miklu leyti.
Jafnvel eldamennsku.

Ég hef reyndar ekki eldað kvöldmat fyrir familíuna síðan ég gerði súpuna hérna um daginn.
...og skildi eftir blóðpolla út um allt eldhús.

Ég var sem sagt að munda rifjárn og skar mig á flugbeittum hníf sem er á því miðju.
Venjulega er hlíf yfir hnífnum, en af einhverjum ástæðum (Bergþóra gleymdi að setja hana á) var hún ekki á í þetta skipið.

Skurðurinn var nokkuð djúpur, eða um 0,5 cm á litla fingri.
Og mér sýnist að það eigi eftir að myndast ágætis ör.
Mér mun samt alveg takast að lifa með þessu.
Ég lofa. Haha.

Ég veit hins vegar ekki hversu lengi ég get lifað atvinnulaus.
Nú eru reyndar bara 15 dagar í InterRail.
Svo fer ég líklega bara beint í álverið, og svo beint í skólann.

Ég get samt ekkert kvartað of mikið yfir þessu atvinnuleysi því það var ég sem sagði upp vinnunni minni.
Ég ætla samt ekki að tjá mig frekar um það mál hér, fyrr en ég er búin að tala við Eflingu, og vonandi endurvekja trú mína á stéttarfélögum landins.

(Hvenær varð ég svona dramantísk).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skil þig svo vel!! Ég er að telja niður dagana þar til skólinn byrjar!!!

Fríða (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 12:58

2 identicon

haha ég get ekki beðið eftir páskafríi!

1 dagur eftir og svo fríííí :D

Helga (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 13:49

3 identicon

og hvað ætlaru að læra? :)

Hildur (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 17:01

4 Smámynd: Bergþóra

Hildur, svarið við spurningunni þinni er efni í svona 700 orða blogg... Það er svo margt sem mig langar til að læra. En ég mun líklega byrja á lögfræðinni :)

Bergþóra, 25.3.2010 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband