Emotional Anorexic - Svavar Knútur
3.3.2010 | 11:42
Sem betur fer er ég nokkuð góð í því og hef verið vel upptekin síðustu vikurnar.
Um helgina lagði ég lokahönd á herbergið mitt.
En ég hef verið að vinna að breytingum síðan um jólin.
Næst var þá að laga til niðri í geymlsu þar sem ég hef útbúið mér málningaraðstöðu.
Ég kláraði þar í gærkvöldi og er nú að velta fyrir mér hvað ég eigi að gera næst.
Áður en ég tók til hendinni var varla göngufært þarna inni.
En nú er öllu vel raðað og allt vel skipulagt.
Serían er svo toppurinn á kósýheitunum.
Þið getið kannski áttað ykkur á því núna hvað ég hef lítið að gera víst ég ákvað að hoppa niður og taka mynd af "afrekinu". Haha.
En víst myndavélin var komin á loft þá voru einnig nokkrar myndir af herberginu mínu teknar:
Krúttlegheit og útsjónarsemi voru allsráðandi í þessum breytingum.
Það eina sem ég keypti voru svörtu hillurnar fyrir ofan rúmið.
Ég notaði meira að segja gamlar tímaritahirslur.
Þær voru hvítar en ég málaði þær bara svartar.
(Þ.e. þann hluta sem er sjáanlegur).
Þegar ég var búin að mála þær náði krúttið í mér völdunum og því málaði ég á þær hvítar doppur sem má nú finna nánast allsstaðar í herberginu...
Talandi um útsjónarsemi, þá gerði pabbi trönurnar, á fyrstu myndinni, fyrir mig.
Hann notaði gamla hillu sem var ekki lengur í notkun, bút af gólflista, plötu, nokkra nagla og voilá:
Krútt Útsjónarsemisdóttir kveður í bili.
Sælar.
Athugasemdir
Snilld.. þetta er alveg frábært hjá þér.. rosa flott allt saman.. flott myndin sem er núna á striganum...
ég veit um eitt sem þú gætir gert.. húkkað þér far til mín? hihihi.. það er krefjandi verkefni.. hehe
Fjóla =), 3.3.2010 kl. 12:24
ohh af hverju gerirðu aldrei neitt svona inni hjá mér?
gunnar (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 17:00
Ég skal skoða það Fjóla, finnst samt ólíklegt að ég komi...
Og Gunnar; shuttup.
Bergþóra, 3.3.2010 kl. 17:22
vá ekkert smá flott herbergið þitt! og ennþá flottari myndirnar af þér í blogginu á undan!:D
kv. Edda sem er greinilega að fara að koma í heimsókn að mála með þér;)
Edda Björg (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 18:20
Skipulögð stelpan og dugleg. Flott hjá þér! Þú mátt vera ánægð með þetta og myndin á trönunum er mjög vel gerð. Meira af þessu...enda aðstaðan til fyrirmyndar núna:)
Svandís (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 22:21
Hvernig þú málaðir ljósarofana == awesome. Hefði aldrei dottið það í hug.
Kristján Oddsson (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 22:34
Elsku dúllan. Hefur þetta allt í beinan föðurlegg, greinilega :)
Mátt alveg koma og hjálpa mér að gera krúttlegt hjá mér .... eða drekka kaffi bara.... já.......
En eins og ég sagði víst um daginn þá þykir mér þetta allt alveg ægilega sætt og fínt og þú ert mjög sniðug, útsjónarsöm og smekkleg og flink og....
og pabbi þinn er líka voða sniðugur :)
Laulau (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 23:10
allt í lagi ég skal þá koma einu sinni enn.. hehe
Fjóla =), 4.3.2010 kl. 15:49
Ef þú ert ekki bara mestasta og yndislegasta dúlla sem að ég þekki!!
Xx
Fríða (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 18:40
Mikið er þetta fínt, er að meta svörtu hillurnar og doppurnar.Very nais!
Hildur Ragnarsdóttir (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 17:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.