Desert Eagle - Ratatat

Að dreyma vel getur verið alveg jafn slæmt, eða verra jafnvel, og að dreyma illa.

Þegar maður vaknar út frá martröð, leiðinlegum eða óþægilegum draumi þá kemst maður yfir það skömmu síðar þegar maður áttar sig á því að, jú, þetta var bara draumur.

Hins vegar þegar maður vaknar út frá góðum draumi, þar sem þú hefur t.d. náð að leysa öll vandamálin sem hafa böggað þig síðustu dagana, verða að sætti við alla sem þú átt í ósáttum við, eða gerðir eitthvað sem þú hefur ekki kjark til að framkvæma í raunveruleikanum, þá getur það verið frekar svekkandi og pínu erfitt sætta sig við að þetta hafi bara verið draumur.

Þetta var umhugsunarefni dagsins.

Bergþóra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bergþóra.

 Ég hef einstaklega gaman af að lesa bloggið þitt, jafnvel þótt við þekkjumst lítið í dag.

Ertu að fara í lögfræði í haust? Í HÍ? Gaman!

Brynhildur Bolladóttir (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 19:41

2 Smámynd: Bergþóra

Ég hef einmitt mjög gaman af því að lesa bloggið þitt Brynhildur :).

En jú, ég stefni á lögfræðina í HÍ í haust.
Ætli ég sjái þig ekki þar ;).

Bergþóra, 22.2.2010 kl. 20:42

3 Smámynd: Fjóla =)

wow.. ég er ekki búin að koma hingað inn í svolítinn tíma.. pínu mikið að gera.. en þetta lítur e-ð allt öðruvísi út en ég kom síðast!!

 en ég er ekki samála þér með draumana.. því ef ég fæ martröð er ég oft með óþæginlega tilfingu jafnvel kvíða sem ég veit ekki afhverju er svolítið á eftir.. en góður draumur þá vakna ég brosandi.. og t.d eins og í þínu tilfelli þá ættiru að átta þig á að þetta er alveg, hægt, þú getur alveg gert þetta rétt eins og í draumnum..;) þaggi?

Fjóla =), 23.2.2010 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband