Dog Days Are Over - Florence And The Machine
10.2.2010 | 16:47
Ég er búin að sitja yfir tölvunni hátt í tvo tíma núna að reyna að bóka mér flug til Madrídar.
Er með sjúkan valkvíða.
Ég get valið um 200 áfangastaði til millilendingar, 200 dagsetningar og 200 verðflokka.
Þetta er of mikið fyrir mig.
Er samt búin að finna einn 'ferðamáta' sem hentar mér ágætlega.
Ég kaupi þá flug með Iceland Express til Köben 8. apríl og svo annað flug með Iberia (sem er eitthvað flugfélag sem ég hef aaaldrei heyrt um áður) sama dag frá Köben til Madrídar.
Ég veit ekki hvað er í gangi.
Yfirleitt er ég mjög ákveðin.
Er að pæla í að bóka þetta bara.
Samt ekki.
Oh, shit!
Athugasemdir
Í fyrsta lagi, frábært lag.
Í öðru lagi, þá vil ég ekki hjálpa þér með þessa ferð því að ég öfunda þig of mikið til að vilja hjálpa þér.
Gunnar (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 18:22
jibbí þetta er svo ógurlegt og spennandi.. haha.. það var eins og það væri sprautað einhverju í loftið þegar við vorum að reyna að bóka flug hérna í klettastíg.. haha.. en ég er búin...:) léttir..:P
Fjóla =), 10.2.2010 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.