Par Avion - FM Belfast

Jæja, þá er loksins komin einhver smá mynd á þetta InterRail okkar Fjólu.

Við fundum temmilega ódýrt flug frá Berlín til Íslands 7. maí og bókuðum það áðan eftir dálitla umhugsun.

Það er sem sagt nákvæmlega mánuði eftir að við flúgum til Madrídar.

Við viljum ekki skipuleggja ferðina út í ystu æsar, en við erum búnar að setja niður á blað í hvaða röð við ætlum til hvaða lands. Svo ætlum við á næstu dögum að leggjast í rannsóknarvinnu á netinu um hvert land fyrir sig og finna eitthvað spennandi.

Löndin sem við erum búnar að ákveða eru:
Spánn
Frakkland
Ítalía
Grikkland
Sviss
Þýskaland

+ Pólland ef við höfum tíma.

Annars er ég bara enn á Akureyri og enn veik.
Fer samt heim á morgun.
Og að vinna um helgina.

Þið megið endilega kíkja á mig á Bjarna Fel.
Ekki koma samt á meðan t.d. Chelsea - Arsenal leikurinn er... Nema auðvitað ef þið viljið horfa á hann, en ég verð líklegast á hlaupum allan leikinn.

akureyri_2_001_957918.jpg

Ég svindlaði smá í dag og fór út, reyndar bara út á svalir, og tók þessa mynd.
Er ekki frá því að það sé sýnilegt á myndinni hvað það var kalt úti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fjóla =)

Þess má til gamans geta að við erum ekki búnar að bóka flug til madridar, þar sem við byrjum ferðina.. haha... áfram við!

Fjóla =), 4.2.2010 kl. 23:30

2 Smámynd: Bergþóra

Hahaha.... held þetta verði vel skrautleg ferð!

Bergþóra, 4.2.2010 kl. 23:40

3 Smámynd: Fjóla =)

hihihi... p.s ekki slæmt hvað það er flott útsýni úr íbúðinni okkar..:)

Fjóla =), 8.2.2010 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband