Broken - Jack Johnson
2.2.2010 | 23:27
Ég er búin að hafa það aðeins of næs hérna í höfuðstað Norðurlands.
Eins og er liggjum við Fjóla eins og ofsoðnar pulsur uppi í sófa, allt of saddar, hlustandi á Jack Johnson (sem ég hef ekki gert í síðan 2008) og með kryddköku í ofninum.
Við erum á fullu að skipuleggja Evrópureisuna okkar.
Ég kom hingað á sunnudagskvöldið, en við vorum fyrst að byrja á skipulagningunni áðan.
Hins vegar vorum við búnar að skipuleggja hvað við ætluðum að hafa í matinn á meðan dvöl minni hér stæði á fyrstu fimm mínútunum.
Núna erum að skoða ferjuferðir frá Ítalíu til Grikklands.
Ég er held ég mest spennt fyrir því, að fara til Grikklands þ.e.
Við vorum að reyna að finna flug áðan, og við vorum svo spenntar að við létum eins og 6 ára börn á aðfangadag.
Erum öllu rólegri núna samt.
Enda of saddar fyrir lífið og dasaðar eftir heita pottinn sem við fórum í áðan.
En ég get ekki þóst vera að leita að upplýsingum um Grikkland lengur, ég sé á svipnum á Fjólu að hún veit að ég er að fela eitthvað.
Heyrumst.
Athugasemdir
Það var engin kryddkaka í ofninum.. það var krydd brauð! maður borðar kökur með skeið.. en ekki smjöri og osti eins og kryddbrauði.. hihihi... og já.. ég held að Grikkland og Ítalía sé mest spennandi af þvi sem við erum að fara að gera.. en jæja.. förum nú að skoða lestar-áætlanir... þetta gengur ekkert hjá okkur!
Fjóla =), 2.2.2010 kl. 23:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.