Hawaii - Mew

Eftir að hafa látið klippa lásinn á skápnum mínum í Laugum í þriðja sinn, þá ákvað ég að fjárfesta í talnalás...

Í eitt skiptið týndi ég lyklinum í tækjasalnum (Sjá blogg um það hér). En í hin tvö skiptin læsti ég lykilinn inni í skápnum (í síðara skiptið var ég bara á handklæðinu og þurfti því að senda ókunnuga konu upp í afgreiðslu til að sækja starfsmann með klippur).

Þetta er ekki eðlilegt, er það nokkuð?

Annars er ég að fíla veðrið úti.
Það er kominn pínu vorhugur í mig.
Semí hættulegt samt þar sem það er ennþá janúar! Það snjóar örugglega á morgun bara af því ég sagði þetta.

En ég er komin á fullt að skipuleggja interrailið okkar Fjólu.
Nánari upplýsingar um það síðar.

Svo gerðum við Sandra smá leyndarmál í gær.
Ég er ennþá að hlæja af þessu.
Einnig nánari upplýsingar um það síðar Wink.

Ég er farin út að taka vormyndir (öskrandi draumhyggja).

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Híhíhíhí ég er ennþá að hlægja sko!!! :D

Sandra Heimisdóttir (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 13:35

2 identicon

Spennt að vita hvenær þið byrjið interreilið! og hvort þið komið við :)

Gerða (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 20:55

3 Smámynd: Bergþóra

Við förum til Madrid 7. apríl :) og við reynum klárlega að koma við hjá þér!

Bergþóra, 29.1.2010 kl. 16:25

4 Smámynd: Fjóla =)

það er allavega -9°C frost hér/Akureyri.. ekki mikill vorfílingur í því?

Fjóla =), 2.2.2010 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband