Too Too Too Fast - Ra Ra Riot
23.1.2010 | 11:32
Nú er Þorrinn víst genginn í garð, og með öllu því ógeði sem honum fylgir.
Sorry, en ég kaupi það ekki að fólki finnist þorramatur í alvöru góður.
Ég hef að vísu ekki smakkað hann sjálf.
En ef einhver vill að ég borði sviðakjamma eða súrsaða hrútspunga, þá þarf sá hinn sami að búa yfir gríðarlegum sannfæringarkrafti!
Athugasemdir
Í gamladaga þurfti fólk bókstaflega að borða ALLAN matinn sinn.. allt á kindinni annars mundi fólk ekki lifa veturinn af.. nú eru breyttir tímar og því er ég ekki alveg að skilja þetta.. reyndar held ég að fólk sem borðar þorramat sem vandið við það fá því þeir voru krakkar því foreldrar þeirra hafi verið vandir á þetta.. svona keðjuverkandi dæmi!
Ég hreinlega get ekki borðað þetta.. kannski aðalega útaf því að ég byrjaði of snemma að hjálpa til við slátrunina.. svona 4-5 ára.. og var kannski að hræra í blóðinu sem lak úr kindinni eftir að mamma var búin að skjóta hana í hausinn og skera hana á háls! o.sv.frv.!
mig langar bara ekki til þess að borða þetta þó ég gæti kannski gert það.. ég borðaði þó lengi tunguna.. hún er ótrúlega góð.. en samt svo ógeðslegt að borða tungu í dýri sem er búið að... já..
Fjóla =), 23.1.2010 kl. 19:51
Mér finnst sumt af þessu í alvöru gott! T.d. lifrarpylsa og svið :) Ég get samt ekki borðað súra matinn og alls ekki hákarl eða hrútspunga.. það er bara eitthvað svo rangt að borða hrútspunga! Ætli þetta sé ekki eitthvað svona "ég verð sanna að ég er alvöru Íslendingur sem borðar hákarl og drekkur brennivín" dæmi hjá sumum.. ég efast allavega um að nokkrum manni geti í raun og veru þótt hákarl vera lostæti, haha :)
Villý (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 14:31
Já, þetta er líklega eins og með skötuna, það þykir pínu töff að borða hana, en það finnst þetta örugglega engum gott. Eins og vinkona mín fór í fyrstu skötuveisluna sína á Þorláksmessu og sessunautur hennar sagði henni bara að taka lítinn bita af skötunni, fullt af rúgbrauði og skola því svo niður með vatni.... Mikið einfaldara bara að sleppa að borða hana!
En ég get alveg borðað lifrapyslu og blóðmör... svo lengi sem það er ekki súrt. En hitt snerti ég ekki :)
Bergþóra, 26.1.2010 kl. 17:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.