Spread Your Wings - Queen

Players-stelpurnar komu til mín í fyrradag, og eins og mig grunaði þá var ekki mikið spilað.
Veitingarnar voru hins vegar glæsilegar.

Ég bakaði sjúkar muffins.
Banana og súkkulaðibita muffins að hætti Jóa Fel.

Það voru nú ekki margar myndir teknar þetta kvöldið, en hér eru tvær þeirra:

 

players_03.jpg

Banana og súkkulaðibita muffins

(Smellt er á mynd ef óskað er eftir að sjá hana stærri).

*

Eins og ég sagði í síðustu færslu þá vann ég fyrstu vaktina mína á Bjarna Fel í gær.
Ég er semí að elska þennan vinnustað.

Það kemur mér reyndar ekkert mikið á óvart að mér skuli líka svona vel þarna þar sem mig langaði helst til að skjóta mig á hverjum degi þegar ég var í bakaríinu.

Miðað við bakaríið er Bjarni Fel himnaríki.
Nei, betra en það.
Á Bjarna Fel er ég í sjöunda himni og fæ ég mér bjór og burger með Guði.
...og svo vaskar hann upp og á meðan ég horfi á leikinn.

Lífið er stundum svo ljúft.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að þú hefur fundið þér almennilega vinnu

Ég kem í heimsókn um leið og heilsan leyfir

Helga (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 10:40

2 identicon

> Á Bjarna Fel er ég í sjöunda himni og fæ ég mér bjór og burger >með Guði.
> ...og svo vaskar hann upp og á meðan ég horfi á leikinn.

 Ég hló upphátt að þessu í miðjum tíma

Kristján Oddsson (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 12:53

3 Smámynd: Bergþóra

Haha. Vel gert :)

Þið verðið bæði að koma í heimsókn til mín, bara ekki þegar það eru stórir leikir í gangi, þá er sneisafullt þarna inni!

Bergþóra, 21.1.2010 kl. 14:20

4 Smámynd: Fjóla =)

hahaha.. þú er fyndin.. mig langar í muffins!

Fjóla =), 21.1.2010 kl. 16:54

5 Smámynd: Bergþóra

Ég skal baka muffins handa þér þegar ég kem til Akureyrar. Ef ég þarf að vinna á sunnudeginum, þá get ég kannski bara tekið flugið á mánudeginum... 

Bergþóra, 21.1.2010 kl. 23:56

6 identicon

Ahh já, þessar muffins voru æði :D Það er svo sannarlega komin pressa á mig að baka eitthvað gott þegar ég býð ykkur heim.. ég þarf aðeins að fara að prófa nokkrar uppskriftir!

Líst vel á Bjarna Fel, ég þarf að kíkja í heimsókn við tækifæri :) 

Villý (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband