The Build-Up - Kings of Convenience
18.1.2010 | 11:20
Ég datt inn á gamla bloggið mitt, http://nasaflah.blogcentral.is/, fyrir nokkru og lá yfir því í nokkra tíma.
Ég las allar færslunar. Trúið mér, það er afrek!
Enda var ég öflugasti bloggari Gullbringusýslu árin 2006 og 2007.
Skemmtilegast fannst mér að sjá hve mikið ég hef þroskast (mér var samt eiginlega fremur létt en skemmt).
Best fannst mér samt að lesa hvað ég var að bralla þegar ég var 16 ára og sá ekki sólina fyrir Freddie Mercury. Þegar ég var að stíga mín fyrstu skref í Verslunarskólanum og gerði allt sem í mínu valdi stóð til að breytast ekki í vitgranna pabbastelpu sem dagdreymir um nýtt skópar í alþjóðafræði 203.
Ég skil ekki enn hvernig ég meikaði 4 ár í þessum skóla.
Allavega.
Ég fór að velta því fyrir mér áðan afhverju ég hefði ekkert bloggað síðan í apríl 2009. Og ég er nokkuð viss um að ég viti ástæðuna; Ég er ekki í skóla.
Heimavinnan er ástæðan fyrir öllum þessum bloggfærslum í sínum tíma. Heimavinnan er einnig ástæðan fyrir of hreinu herbergi og yfirnáttúrulegu sjónvarpsáhorfi.
Okei, smá ýkjur.
En samt, ég horfði t.d. alltaf á Nágranna kl. 17:30 á virkum dögum.
Nágrannar er mögulega leiðinlegustu þættir sem framleiddir hafa verið!
En þegar maður hefur setið yfir skólabókum frá kl. 08:10 þá er auðvelt að sannfæra sjálfan sig að Nágrannar séu þættir sem ekki má missa af.
Ég hef varla kveikt á sjónvarpinu mínu síðan í vor.
Og ég sakna þess ekki neitt.
Nágrannar verða svo líklega aftur bestu vinir mínir í haust þegar ég byrja í lögfræðinni...
Athugasemdir
mikið er ég ánægð að sjá blogg frá þér... þó það styttist í að það komi ár síðan þú bloggaðir síðast kíki ég samt alltaf 1-3x allavega í viku í þeirri von að þú sért búin að blogga.. og ég er enn sáttari að þú sért hér á mbl blogginu..:)
Ég er sammála þér með nágranna, þeir eru ekki skemmtilegir.. skil ekki vinsældir þeirra.. þeir eru ekkert töff!
Fjóla =), 18.1.2010 kl. 19:36
Haha satt!
En meega sátt að þú sért back on track! Klassa blogg alltaf hreint ;)
Gerða (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 21:54
Alltaf yndislega hláturvaldandi að lesa bloggið þitt elskan.... hjartahlýjandi að sjá það aftur ;*
Sandra (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 22:02
Vantar svona Like-takka á þetta XD
Helga (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.