Færsluflokkur: Bloggar

Winning A Battle, Losing The War - Kings Of Convenience

Próf-þynnka í dag.
M.ö.o. mígreniskast í nótt og eftirkast í dag.
Það var osom!

En prófin eru ekki búin.
Vika eftir.
Það er reyndar alls ekki svo hræðilegt... svo lengi sem mígrenið heldur sig frá.


Nice Dream - Radiohead

Ég sé þetta svo fyrir mér:

Bleikt ský.
Og svo ég.
Á skýinu.
Svífandi um.

...þegar ég fæ einkunina úr prófinu.

Þetta mun gerast.
Þá á að gerast.
Þetta verður að gerast!


Just a Ride - Jem

Páska(eggja)dagur er heilagur í mínum augum.
Hefur alltaf verið það og mun alltaf verða það.

Þó þessi dagur muni ekki einkennast af sjónvarpsglápi og páskaeggjaáti eins og venjulega, þá verður hann samt góður... því hann mun samt sem áður einkennast af því síðarnefnda!

Súkkulaði og lærdómur fer nefnilega alveg frekar vel saman...

Hér er eggið mitt:
egg_008.jpg

LOL, jk!

egg_009.jpg

Páskaeggið frá RÚV.
Það er extra gott því ég fékk það frítt.
Eins og Megas sagði: "Jú, ég veit vel að ókeypis er allt það sem er best"
Held hann hafi verið að syngja þetta til mín. Til þessarar stundar...
Alveg hiklaust.

egg_010.jpg

Annars ætla ég að leyfa mér þann munað að borða með fjölskyldunni í kvöld.
Djöfull er ég villt.


White Winter Hymnal - Fleet Foxes

Ef ég rústa ekki þessu prófi á þriðjudaginn þá er eitthvað mikið að.
Þ.e. eitthvað að því réttlæti sem á víst að vera til í þessum heimi.

Án.
Alls.
Gríns.

Nei, svona í alvöru... Án gríns.
Án gríns!

Okei.
Það er þrennt í stöðunni:

1. Ég massa þetta próf.
2. Ég verð of stressuð fyrir lífið og stari bara á prófið (líkt og gerðist í desember).
3. Það kemur einhver fáránleg ritgerðarspurning.

Ég kýs að trúa að nr. 3 muni ekki gerast.
Og ég er búin að ákveða að nr. 2 muni ekki gerast.
Og svo er ég búin að ákveða að nr. 1 muni gerast.

Takk fyrir. Bless.


Devil In A New Dress - Kanye West

Var að afhenda Fjólu lykilorðin að bæði blogginu mínu og facebook.

Í stað fb-tjatts verður hægt að ná í mig á msn.
Og svo auðvitað í gegnum e-mail og síma.


Ísland er land þitt - Egill Ólafsson

3936920677_fca8790c19_z.jpg

Ísland.
The land of ice and snow - where the hot springs blow.

Ég elska Ísland.
Ég dýrka vora tungu.
Ég tilbið gömlu skáldin.
Ég lifi fyrir bjartar sumarnætur
Ég er dáleidd af íslenskri náttúru.
Ég dáist að hetjum Íslendingasagnanna.
Ég tárast þegar ég hlusta á þjóðsönginn.
Ég tárast þegar ég hlusta á Ísland er land þitt.

Ég tárast ekki þegar ég hugsa um ástandið í landinu í dag.
Ég græt.

***

Ísland er stjórnlaust, því enginn því stjórnar
Ísland er fleki af dýrustu gerð
Ísland er landið sem Flokkurinn fórnar
Ísland á reki í sjónum þú sérð

Ísland í forsetans orðanna skrúði
Ísland sem bankana auðmönnum gaf
Ísland sem sonanna afrekum trúði
Ísland er land sem á verðinum svaf 

Íslensk er þjóðin sem allt fyrir greiðir 
Íslensk er krónan sem fellur hvern dag 
Íslensk er höndin sem afvegaleiðir 
Íslensk er trúin: "Það kemst allt í lag" 

Íslensk er bjartsýna alheimskuvissan 
um íslenskan sigur í sérhverri þraut
Íslensk er góðæris átveisluhryssan
sem íslenskan lepur nú kreppunnar graut

Ísland er landið sem öllu vill gleyma 
sem Ísland á annarra hlut hefur gert 
Íslenska þjóð, þér var ætlað að geyma 
hið íslenska nafn sem þú hefur nú svert 

Íslandi stýra nú altómir sjóðir 
Ísland nú gengur við betlandi staf 
að Íslandi sækja nú alls konar þjóðir
Ísland er sokkið í skuldanna haf...

Höf. Hallgrímur Helgason

***

Of væmið fyrir lífið, ég veit.
En þetta er satt.


Just Breathe - Pearl Jam

Blóðmjólkun, ég veit.
En mér leiðist.

Þetta er í síðasta skipti sem ég nefnist á þetta.
Ég sver.


Done With You - The Whitest Boy Alive

Sumarjobbið komið í hús!
Ég hoppa af gleði.
Bókstaflega.

7121_183369541801_518531801_3818581_3096096_n.jpg

Annars hefur litla persónulega bloggið mitt - sem enginn les sjálfviljugur nema Sandra, Fríða og stalkerarnir mínir tveir - fengið rúmlega 70 heimsóknir á 14 tímum.

Ég finn fyrir smá spéhræðslu.


Hollywood Kids - The Thrills

Celebið:

... alveg frekar kurteist celeb samt.

Þið verðið að afsaka hversu spennt ég er yfir þessu.
Ég hef bara aldrei komið í sjónvarpinu áður.

Eins og gefur að skilja tók ég náttbuxurnar vitanlega niður þegar ég sá að þetta var ekki bara nágranni minn að biðja um bolla af sykri.
En þær sjást nú þarna samt :)
(http://bergtora.blog.is/blog/bergtora/entry/1155357/)


Think You Can Wait - The National

Bænum mínum hefur verið svarað:

"Íþróttaþátturinn Mín skoðun sem Valtýr Björn Valtýsson hefur stýrt á útvarpsstöðinni X-inu í tæplega tvö ár hefur verið tekinn af dagskrá frá og með deginum í dag að telja.  Í stað íþróttaumfjöllunar í bland við létt dægurlög verður leikin tónlist milli klukkan 1 og 3 alla virka daga.  Þátturinn Mín skoðun var eini daglegi íþróttaþátturinn í íslensku útvarpi."
Heimild: http://www.sport.is/ithrottir/2011/04/04/min-skodun-blasin-af-a-x-inu.

Jeeeeeeess!!

Hahaha.
Það er langt síðan ég hef fengið jafn góðar fréttir.

(Sjá bæn mína hér).


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband